Smári Valtýr Sæbjörnsson
Matarmarkaður Búrsins í Hörpunni helgina 17.-18. mars
Hinn árlegi Matarmarkaður Búrsins verður í Hörpunni helgina 18.-19. mars næstkomandi. Fjölmargir af frambærilegustu smáframleiðendum landsins kynna vörur sínar og þær nýjungar sem eru á markaði eins og súkkulaði úr kakóbaunum frá Tansaníu, ljúffengir lambabitar úr Breiðdal, hráfæði úr Eyjafirði og kartöflusnakk. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem sóst er eftir súru eða sætu, grænmeti eða kjöti, grófu eða fínu.
Í tilkynningu segir að í ár verður íslensku gulrótinni gert hátt undir höfði, Gísli Matthías Auðunsson eigandi veitingastaðarins Slippsins í Vestamannaeyjum mun elda gulrótarsmárétti og gestir fá tækifæri að kynna sér hvílíkt úrvals hráefni hún er.
Laugardaginn 18. mars kl 17:17 mun matgæðingurinn Ólafur Örn Ólafsson þáttastjórnandi “það er kominn matur” í samstarfi við Matarmarkað Búrsins og Ölgerðina stjórna Pub Quiz í Smurstöðinni í Hörpunni og að sjálfsögðu verða spurningar eingöngu um mat og drykk.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024