Freisting
Matarlyst og Officeraklúbburinn í samstarf

(T.h.) Ásbjörn Pálsson og Einar Bárðarson ásamt starfsfólki í Offanum
Athafnamaðurinn Einar Bárðarsson og Ásbjörn Pálsson í Matarlyst hafa tekið upp samstarf í Officeraklúbbnum. Matarlyst mun héðan í frá veita alla almenna veitingarþjónustu í Officeraklúbbnum, en í fyrstu verður eldhúsið á staðnum móttökueldhús.
Þetta er skref að því að gera Officeraklúbbinn að veislusal, við höfum ráðist í endurbætur á húsnæðinu og héðan í frá verða þrjú böll á ári. Áherslan er sett á veisluhald, stórafmæli, árshátíðir, ráðstefnur og fyrirtækjamóttökur. Þá verðum við með amerískt jólahlaðborð þar sem Raggi Bjarna, Hemmi Gunn, Þorgeir Ástvalds, Lísa Idolstjarna og Jögvan munu skemmta gestum. En þess má geta að Lísa og Jögvan eru bæði flutt á Ásbrú, segir Einar Bárðarsson.
Til að vekja athygli á samstarfinu buðu þeir félagar, Einar og Ásbjörn fulltrúum stórfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum til veislu í Officeraklúbbnum síðdegis fimmtudag 20. ágúst s.l. Þar kynnti Einar áform Officeraklúbbsins og þá skemmtilegu möguleika sem húsnæðið býður upp á. Í Officeraklúbbnum hafa ekki ómerkari menn en Bill Clinton og Ronald Regan fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna snætt kræsingar, en það má til gaman geta að Reynir Guðbjörnsson sem vann um árabil í Officeraklúbbnum starfar nú hjá Matarlyst.
Á meðan gestir nutu góðra veitinga gekk mikið á í útsendingarherbergi útvarpsstöðvarinnar Kanans sem fer í loftið 1. september nk. Þar mátti sjá nokkra af þekktustu útvarpsmönnum landins, en Einar hefur fengið til liðs við sig rjómann af útvarpsmönnum landsins.
Þetta kemur fram á vef Tidindin.is ásamt meðfylgjandi mynd.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





