Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Matarkjallarinn opnar – Sjáðu matseðilinn hér „Sssshhhh… ekki segja frá“
Nýi veitingastaðurinn í veitingaflóru miðborgar Reykjavíkur Matarkjallarinn opnaði formlega á fimmtudaginn s.l., en staðurinn er staðsettur við Aðalstræti 2.
Inngangurinn er ekki tilbúinn til að byrja með og er notast við gamla innganginn þ.e. inní glerhúsinu, segir í tilkynningu á facebook síðu Matarkjallarans.
Eigendur eru þeir Lárus Gunnar Jónasson, Gústav Axel Gunnlaugsson, Guðmundur Hansson, Valtýr Bergmann og Ari Freyr Valdimarsson.
Staðurinn tekur 80 – 100 manns í sæti og yfirkokkar eru Ari Freyr Valdimarsson og Iðunn Sigurðardóttir. Yfirþjónar eru Valtýr Bergmann og María Rún Ellertsdóttir.
Glæsilegur flígill á staðnum – Vídeó
Sérstaða Matarkjallarans eru kokkteilar, lifandi músík og kokkteil stemning og smá smakk fram til klukkan 03 um helgar. Glæsilegur flígill er á staðnum og má vænta fallega tóna frá honum. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar flígillinn var borinn inn í Matarkjallarann:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/Matarkjallarinn/videos/649052388576779/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Matseðillinn
Skemmtilegur matseðill að sjá, maltgrafinn sjóurriði í forrétt er eitthvað sem kallar á að panta, fiskisúpa sjómannsins lítur vel út og ekki á hverjum degi sem reykt ýsa sést á matseðli á fínni veitingastöðum.
Réttir hússins eru áhugaverðir en þar má sjá til að mynda nauta og hrossa carpaccio með klassísku twisti, langtímaeldað andalæri sem má vænta að sé confit stæl og svo eru Íslenskir útileguplankar (skemmtilegt heiti) en þar er boðið upp á úrval af sérvöldu íslensku áleggi.
Gott úrval er af aðalréttum lamb, nauta Ribey, rauðspretta, alvöru piparsteik svo fátt eitt sé nefnt, girnilegir réttir að sjá.
Samsettir matseðlar eru alltaf sívinsælir og Leyndó matseðillinn á Matarkjallaranum á eflaust að verða vinsæll og er allt á huldu á þeim matseðli.
Sætur endir á góðum kvöldverði, t.d. hvítt súkkulaði & skyr, súkkulaði “Lion Bar” Bland í poka af rjómaís og krapís.
Þessi matseðill lofar góðu og eru fjölmargir réttir sem hreinlega kalla á að vera prufaðir.
Matseðillinn – Smellið á myndirnar til að stækka
Leó Ólafsson barþjónn undirbýr klaka fyrir kokkteilana:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/Matarkjallarinn/videos/649921671823184/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Myndir og vídeó: Facebook / Matarkjallarinn
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?