Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
Ef þú ert í Miðvesturríkjunum, sérstaklega í Ogallala, Nebraska, þá gefst þér tækifæri á að ferðast aftur til villta vestursins. Veitingastaðurinn Front Street Steakhouse er staðsettur í byggingu sem er í stíl við hina sögulegu vestrænu Ameríku, með grófum viðarinnréttingum og ekta minjagripum frá svæðinu, sem skapa matarupplifun og gestir upplifa söguna um villta vestrið í Nebraska.
- Djöflaegg – $7.00
- Djúpsteikur kjjúklingur – $21.00 / 8 oz
- Ribeye Steik – Kr. $38.00 / 12 oz – $48.00 / 16 oz
- Ekta bandarískur hamborgari – $18.00
Matseðillinn leggur áherslu á matarmikinn landamærastíl, með áherslu á bandaríska matargerð, eins og djúpsteiktur kjúklingur, Ogallala samloku, sem er gerð með rifnu kjöti, grillaðri papriku og lauk, og toppuð með bræddum osti og ekta bandarískan hamborgara með BBQ-sósu, cheddarosti og laukhring.
Front Street Steakhouse býður ekki einunigs upp á góðan mat, heldur veitir hann innsýn í villta vestrið og rætur Ogallala. Í lok 19. aldar varð Ogallala mikilvæg miðstöð fyrir nautgripaviðskipti. Veitingastaðurinn er hluti af stærri samstæðu sem byggð var árið 1964 og inniheldur ókeypis kúrekasafn, þar sem gestir geta skoðað minjar frá nautgripadráttartímum bæjarins.
Boðið er upp á glæsilega sýningu sem ber heitið „Crystal Palace Revue“ með tónlistar- og leiklistarflutning. Sýningin stendur yfir sumarmánuðina sem endurskapar gömlu dagana með slagsmálum, saloondömum, landnemum, kúrekum, byssubardögum, tónlist og dansi, og gefur innsýn í dramatíkina á landamærunum.
Við hlið veitingastaðarins er „General Store“, sem býður upp á gott úrval af minjagripum frá villta vestrinu og vörum sem eru framleiddar á staðnum. Að auki geta gestir búðarinnar fengið sér drykkina „Cowboys Rest,“ „The Madame,“ eða „The Ogallala Aquafir,“ einnig geta gestir pantað úr góðu úrvali af viskí sem er eimað á svæðinu.
-
High Noon.
Malibu Rum, Pineapple Juice, Orange Juice shaken and poured over fresh ice, with a splash of Grenadine
-
The Painted Lady.
Vodka, Cranberry Juice, Blue Curacao, Sweet & Sour Mix. Blended with Ice
-
The Ogallala Aquafir.
Rum, Blue Curacao, Orange Juice, dash of lime juice
Veitingastaðurinn er mjög vinsæll, fyrir íbúa og ferðamenn vegna framúrskarandi þjónustu og að varðveita og sýna anda Ogallala og bandaríska vestursins sem er skráð í þjóðskrá sögulegra staða í Bandaríkjunum.
Allar myndir af heimasíðu veitingastaðarins: ogallalafrontstreet.com

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift