Markaðurinn
Marberg Gin leitar að Brand Ambassador
Meðan á covid-tímum stóð fór Marberg Gin í gegnum miklar breytingar. Uppskrift, aðferð og umbúðum var breytt og nýjum útfærslum bætt við vörulínuna. Síðan þá hefur árangurinn ekki látið á sér standa og er staðan núna sú að við viljum ráða Brand Ambassador til þess að geta annað eftirspurninni.
Um er að ræða ca 25% starf sem felur í sér samskipti við bari, veitingastaði og hótel ásamt tengslamyndun við barþjóna, veitingastjóra, rekstrarstjóra o.fl. Einnig myndi Brand Ambassador sjá um að skipuleggja viðburði, s.s. masterclass og keppnir.
Umsækjandi þarf að hafa mikla reynslu úr veitingageiranum, á aldrinum 22-40, með gríðarlegan áhuga á kokteilum, vera framsækinn og hafa gaman af því að tala við fólk.
Ef þú hefur áhuga, endilega sendu okkur línu á [email protected]
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






