Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
MAR verður RIO Reykjavík – Aníta yfirkokkur býður upp á fjölbreytta og girnilega rétti

Carlos Montanero Trepacumbres þjónn, Aníta Ösp Ingólfsdóttir yfirkokkur, Magnús Már Haraldsson einn af eigendum ásamt syni sínum
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við veitingastaðnum MAR við gömlu höfnina í Reykjavík. Þeir Ásbjörn Jónsson, Magnús Már Haraldsson og Fannar Geir Ólafsson, þaulvanir veitingamenn frá Selfossi, annast nú reksturinn ásamt Eldingu, ferðaþjónustufyrirtæki.
Sjá einnig: Nýr yfirkokkur og nýir rekstaraðilar að MAR
Þau hafa fengið til liðs við sig Anítu Ösp Ingólfsdóttur og er hún yfirmatreiðslumaður staðarins sem er enn þá opinn sem MAR, með nýjum matseðli Anítu.
Með fylgja myndir af þeim réttum sem Aníta og eigendur hafa verið að prufa fyrir RIO.

yuzu ristaður lax með rauðrófu quinoa, miso bagna cauda brokkolí, epla lime dressaðar súrur og blómkáls laukmauk
Bæði húsnæðið og matseðillinn munu taka breytingum fram að opnun á nýjum stað sem mun heita Rio Reykjavík, og verður undir Suður Amerískum áhrifum með léttu asísku tvisti.

Hörpuskels tartar með chorizo, söl, pickluðum granateplum, koríander, fennel confit og engifer lime mayo
Aníta segist ætla að bjóða uppá fjölmarga skemmtilega rétti og sé maturinn mikið undir áhrifum frá Perú, Mexíkó og Brasilíu.
Þar má nefna önd í asískri BBQ sósu á stökkri tortillu, grilluð nautahjörtu á spjóti, grillaðan kolkrabba, túnfisk chevice, lax með svartbauna- og hvítlaukssósu sem og mikið af grænmetisréttum.
„Við erum mjög spennt fyrir þessu consepti og ætlum að reyna að bjóða upp á spennandi hráefni í takt við þetta sígilda. Við ætlum að leggja upp með að stemningin á staðnum sé lífleg og skemmtileg og það sé ákveðin upplifun fyrir kúnnann að koma og borða“
, sagði Magnús Már í samtali við veitingageirinn.is.

Hægeldaður lax með appelsínusósu, svartbauna- og hvítlauksmauki, kartöflumús, aspas og exotísku ávaxta salsa

Asísk BBQ önd á grillaðri tortillu, sýrður chili, sinnepsfræ, engifer og sesam hrásalat og granatepli

Túnfisk chevice með sellerý relish, klettasalati, yuzu geli, sinneps mayo, chicharrón og soya dressingu
MARBAR verður áfram rekinn undir saman nafni en með örlitlum breytingum, þar sem boðið verður upp á kokteila í könnum og ískrap kokteila, í takt við Suður Ameríska þemað, sem og gott úrval af bjór.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni









