Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
MAR verður RIO Reykjavík – Aníta yfirkokkur býður upp á fjölbreytta og girnilega rétti
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við veitingastaðnum MAR við gömlu höfnina í Reykjavík. Þeir Ásbjörn Jónsson, Magnús Már Haraldsson og Fannar Geir Ólafsson, þaulvanir veitingamenn frá Selfossi, annast nú reksturinn ásamt Eldingu, ferðaþjónustufyrirtæki.
Sjá einnig: Nýr yfirkokkur og nýir rekstaraðilar að MAR
Þau hafa fengið til liðs við sig Anítu Ösp Ingólfsdóttur og er hún yfirmatreiðslumaður staðarins sem er enn þá opinn sem MAR, með nýjum matseðli Anítu.
Með fylgja myndir af þeim réttum sem Aníta og eigendur hafa verið að prufa fyrir RIO.
Bæði húsnæðið og matseðillinn munu taka breytingum fram að opnun á nýjum stað sem mun heita Rio Reykjavík, og verður undir Suður Amerískum áhrifum með léttu asísku tvisti.
Aníta segist ætla að bjóða uppá fjölmarga skemmtilega rétti og sé maturinn mikið undir áhrifum frá Perú, Mexíkó og Brasilíu.
Þar má nefna önd í asískri BBQ sósu á stökkri tortillu, grilluð nautahjörtu á spjóti, grillaðan kolkrabba, túnfisk chevice, lax með svartbauna- og hvítlaukssósu sem og mikið af grænmetisréttum.
„Við erum mjög spennt fyrir þessu consepti og ætlum að reyna að bjóða upp á spennandi hráefni í takt við þetta sígilda. Við ætlum að leggja upp með að stemningin á staðnum sé lífleg og skemmtileg og það sé ákveðin upplifun fyrir kúnnann að koma og borða“
, sagði Magnús Már í samtali við veitingageirinn.is.
MARBAR verður áfram rekinn undir saman nafni en með örlitlum breytingum, þar sem boðið verður upp á kokteila í könnum og ískrap kokteila, í takt við Suður Ameríska þemað, sem og gott úrval af bjór.
Myndir: aðsendar
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður