Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
MAR verður RIO Reykjavík – Aníta yfirkokkur býður upp á fjölbreytta og girnilega rétti
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við veitingastaðnum MAR við gömlu höfnina í Reykjavík. Þeir Ásbjörn Jónsson, Magnús Már Haraldsson og Fannar Geir Ólafsson, þaulvanir veitingamenn frá Selfossi, annast nú reksturinn ásamt Eldingu, ferðaþjónustufyrirtæki.
Sjá einnig: Nýr yfirkokkur og nýir rekstaraðilar að MAR
Þau hafa fengið til liðs við sig Anítu Ösp Ingólfsdóttur og er hún yfirmatreiðslumaður staðarins sem er enn þá opinn sem MAR, með nýjum matseðli Anítu.
Með fylgja myndir af þeim réttum sem Aníta og eigendur hafa verið að prufa fyrir RIO.
Bæði húsnæðið og matseðillinn munu taka breytingum fram að opnun á nýjum stað sem mun heita Rio Reykjavík, og verður undir Suður Amerískum áhrifum með léttu asísku tvisti.
Aníta segist ætla að bjóða uppá fjölmarga skemmtilega rétti og sé maturinn mikið undir áhrifum frá Perú, Mexíkó og Brasilíu.
Þar má nefna önd í asískri BBQ sósu á stökkri tortillu, grilluð nautahjörtu á spjóti, grillaðan kolkrabba, túnfisk chevice, lax með svartbauna- og hvítlaukssósu sem og mikið af grænmetisréttum.
„Við erum mjög spennt fyrir þessu consepti og ætlum að reyna að bjóða upp á spennandi hráefni í takt við þetta sígilda. Við ætlum að leggja upp með að stemningin á staðnum sé lífleg og skemmtileg og það sé ákveðin upplifun fyrir kúnnann að koma og borða“
, sagði Magnús Már í samtali við veitingageirinn.is.
MARBAR verður áfram rekinn undir saman nafni en með örlitlum breytingum, þar sem boðið verður upp á kokteila í könnum og ískrap kokteila, í takt við Suður Ameríska þemað, sem og gott úrval af bjór.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi