Keppni
Manuel Schembri í 14. sæti um titilinn besta vínþjón veraldar – Horfðu á alla keppnina hér – Vídeó
Keppnin um titilinn besta vínþjón veraldar var haldin um helgina í París og fyrir Íslands hönd keppti Manuel Schembri Sommelier á Brút Restaurant. Alls voru 68 keppendur hvaðan af úr heiminum sem kepptu og komst Manuel Schembri 17 manna undanúrslit og er það í fyrsta sinn sem Ísland kemst svona langt í þessari virtu keppni.
Sjá einnig: Manuel kominn í undanúrslit í besti vínþjónn í heimi
Það eru alþjóðasamtök vínþjóna (Association de la Sommellerie Internationale – ASI) sem hafa veg og vanda af keppninni.
Það var Raimonds Tomsons frá Lettlandi sem hreppti titilinn besti vínþjónn veraldar.
Manuel Schembri lenti í 14. sæti sem er algjörlega magnaður árangur. Þess ber að geta að Manuel er Vínþjónn Íslands 2021, sjá nánar hér.
Hægt er að horfa á alla keppni í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan:
Viltu verða Vínþjónn / Sommelier?
Til að læra verða sommelier, þá þarftu að fara í gegnum 4 áfanga hjá Court of Master Sommeliers (CMS) til að geta kallað þig „Master Sommelier“.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?