Vertu memm

Keppni

Manuel Schembri í 14. sæti um titilinn besta vínþjón veraldar – Horfðu á alla keppnina hér – Vídeó

Birting:

þann

Manuel Schembri og Alba E H Hough forseti Vínþjónasamtaka Íslands.

Manuel Schembri og Alba E H Hough forseti Vínþjónasamtaka Íslands.
Mynd tekin í keppninni í París: Alba E H Hough

Keppnin um titilinn besta vínþjón veraldar var haldin um helgina í París og fyrir Íslands hönd keppti Manuel Schembri Sommelier á Brút Restaurant. Alls voru 68 keppendur hvaðan af úr heiminum sem kepptu og komst Manuel Schembri 17 manna undanúrslit og er það í fyrsta sinn sem Ísland kemst svona langt í þessari virtu keppni.

Sjá einnig: Manuel kominn í undanúrslit í besti vínþjónn í heimi

Það eru alþjóðasamtök vínþjóna (Association de la Sommellerie Internationale – ASI) sem hafa veg og vanda af keppninni.

Raimonds Tomsons frá Lettlandi.

Raimonds Tomsons frá Lettlandi.
Mynd: facebook / ASI – Association de la Sommellerie Internationale

Það var Raimonds Tomsons frá Lettlandi sem hreppti titilinn besti vínþjónn veraldar.

Manuel Schembri lenti í 14. sæti sem er algjörlega magnaður árangur.  Þess ber að geta að Manuel er Vínþjónn Íslands 2021, sjá nánar hér.

Hægt er að horfa á alla keppni í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan:

Viltu verða Vínþjónn / Sommelier?

Til að læra verða sommelier, þá þarftu að fara í gegnum 4 áfanga hjá Court of Master Sommeliers (CMS) til að geta kallað þig „Master Sommelier“.

Lesa nánar um ferlið hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið