Keppni
Manuel Schembri í 14. sæti um titilinn besta vínþjón veraldar – Horfðu á alla keppnina hér – Vídeó

Manuel Schembri og Alba E H Hough forseti Vínþjónasamtaka Íslands.
Mynd tekin í keppninni í París: Alba E H Hough
Keppnin um titilinn besta vínþjón veraldar var haldin um helgina í París og fyrir Íslands hönd keppti Manuel Schembri Sommelier á Brút Restaurant. Alls voru 68 keppendur hvaðan af úr heiminum sem kepptu og komst Manuel Schembri 17 manna undanúrslit og er það í fyrsta sinn sem Ísland kemst svona langt í þessari virtu keppni.
Sjá einnig: Manuel kominn í undanúrslit í besti vínþjónn í heimi
Það eru alþjóðasamtök vínþjóna (Association de la Sommellerie Internationale – ASI) sem hafa veg og vanda af keppninni.
Það var Raimonds Tomsons frá Lettlandi sem hreppti titilinn besti vínþjónn veraldar.
Manuel Schembri lenti í 14. sæti sem er algjörlega magnaður árangur. Þess ber að geta að Manuel er Vínþjónn Íslands 2021, sjá nánar hér.
Hægt er að horfa á alla keppni í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan:
Viltu verða Vínþjónn / Sommelier?
Til að læra verða sommelier, þá þarftu að fara í gegnum 4 áfanga hjá Court of Master Sommeliers (CMS) til að geta kallað þig „Master Sommelier“.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






