Keppni
Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021 – Myndir
Nú er nýlokin keppnin um Vínþjónn ársins 2021, sem má nú líka kalla Íslandsmeistaramót Vínþjóna sem fram fór á Brass Kitchen & Bar.
Manuel Schembri stóð uppi sem sigurvegari eftir langan og stembinn dag þar sem keppendur glímdu við skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á léttvíni og staðfestingu á sterk víni ásamt umhellingu, kampavíns serveringu, matar og vínpörun, leiðréttingu vínlista og svo munnlegu blindsmakki af léttu og sterku, öll keppnin fór fram á ensku.
Peter Hansen lenti í öðru sæti og Anna Rodyukova í því þriðja.
Nýkrýndur Íslandsmeistari mun hljóta styrk frá Vínþjónasamtökunum uppá 250.000 til að nýta í áframhaldandi menntun á vegum WSET eða CMS /ASI, ásamt að keppa fyrir Ísland á evrópumóti vínþjóna á Kýpur í nóvember.
Keppendur voru:
- Anna Rodyukova
- Guðmundur Jónsson
- Manuel Schembri
- Ólíver Goði Dýrfjörð
- Peter Hansen
- Styrmir Bjarki Smárason
Dómarar voru:
- Alba E. H. Hough
- Ástþór Sigurvinsson
- Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson
Vínþjónasamtökin óskar öllum keppendum til hamingju með árangurinn og Brass Kitchen & bar kærlega fyrir að lána sér aðstöðu og frábæra þjónustu, takk Palli og Lillian.
Ertu búin/n að skrá þig í Vínþjónasamtökin?
Nýir meðlimir geta skráð sig í Vínþjónasamtökin með því að senda fullt nafn og kennitölu í tölvupóst á info@vinthjonasamtok.is
Árgjald Vínþjónasamtakanna er 4.800.-
Innifalið í gjaldinu eru 3 vínsmökk á ári þar sem farið verður ítarlega í tæknina á bak við blindsmakk. Einnig fá meðlimir 50% afslátt af árskorti á SommNinja appinu hér.
Fleiri fréttir um keppnina hér.
Myndir: aðsendar

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun