Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Maika’i opnar í verslunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri
Veitingastaðurinn Maika‘i hefur opnað í verslunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri þar sem kaffihúsið Beyglan (áður Espressobarinn) og Skyr 600 voru staðsett.
Sjá einnig: Beyglan og Skyr 600 hættir starfsemi
Maika’i býður upp á svokallaðar Acai skálar eða „Açaí na tigela“ sem er upprunanlega frá Brasilíu og er smoothie í skál toppað með granola, banana eða öðrum ávöxtum. Maika‘i hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár en eigendur eru Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson en þau hófu sölu á skálunum í Mathöllinni við Höfða.
Þau opnuðu stuttu síðar fyrsta útibúið undir nafni Maika’i á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur árið 2020. Síðan þá hefur Maika‘i vaxið og dafnað og hægt er að kaupa vörur þeirra í verslunum víða um land og nú á Glerártorgi.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað







