Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Maika’i opnar í verslunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri

Birting:

þann

Maika’i opnar í verslunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri

Veitingastaðurinn Maika‘i hefur opnað í verslunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri þar sem kaffihúsið Beyglan (áður Espressobarinn) og Skyr 600 voru staðsett.

Sjá einnig: Beyglan og Skyr 600 hættir starfsemi

Maika’i býður upp á svokallaðar Acai skálar eða „Açaí na tigela“ sem er upprunanlega frá Brasilíu og er smoothie í skál toppað með granola, banana eða öðrum ávöxtum. Maika‘i hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár en eigendur eru Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson en þau hófu sölu á skálunum í Mathöllinni við Höfða.

Þau opnuðu stuttu síðar fyrsta útibúið undir nafni Maika’i á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur árið 2020.  Síðan þá hefur Maika‘i vaxið og dafnað og hægt er að kaupa vörur þeirra í verslunum víða um land og nú á Glerártorgi.

Maika’i opnar í verslunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri

Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið