Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Magnús Scheving og Hrefna Björk opna veitingastað á Frakkastíg
Íþróttaálfurinn Magnús Örn Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir vinna nú að því að opna veitingastað við Frakkastíg 26a.
Guðlaugur nokkur Guðlaugsson byggði þetta hús árið 1924. Þar sem þegar var búið að byggja hús á baklóðinni (nr. 26) fékk þetta hús númerið 26a. Þetta er einlyft hús með risi, byggt úr steinlímdum holsteini og upphaflega með ójárnvörðu pappaþaki á borðasúð.
Í húsinu eru tveir kvistir, hvor á sinni hlið, en þeir hafa verið þar frá upphafi. Parið Magnús og Hrefna hafa sótt um leyfi til að stækka kvisti, stækka bíslag til norðurs, stækka glugga, einangra og klæða að utan með borðaklæðningu, breyta innra skipulagi og innrétta veitingahús í flokki II fyrir 48 gesti.
Myndir: Sigurður Már.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn