Frétt
Magnús Bjartur varar við sænskum veitingamanni á Íslandi
Magnús Bjartur Solveigarson segir farir sínar ekki sléttar af sænskum veitingamanni sem hann segir vera fluttur til Íslands og ætli að opna hér veitingahús. Magnús hefur deilt frásögn sinni víða á samskiptamiðlum.
Í samtali við DV segist hann vilja vara við manninum. Magnús segist hafa unnið fyrir Svíann í Noregi með skelfilegum afleiðingum.
„Ég trúi þessu ekki. Þessi maður er að flytja til Íslands og segist vera að opna veitingastað. Ef þið þekkið einhvern í veitingabransanum þá mæli ég með því að láta það vita af þessum. Hérna er sagan. Ég er í atvinnuleit í Bergen þegar ég fæ boð frá Tromsö um vinnu í eldhúsi. Þá var þessi maður að reka veitingastað þar. Mér var lofað góðum launum, góðum tímum og íbúð. Allt þetta myndi hann reyna að svíkja og hann komst upp með flest af því,“
segir Magnús í samtali við dv.is sem fjallar nánar um málið hér.
Facebook innlegg Magnúsar:
Mynd: úr einkasafni Magnúsar
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






