Frétt
Mælt fyrir frumvarpi um veitingastyrki á Alþingi – Getur numið 90% af rekstrarkostnaði fyrir hvern almanaksmánuð
Fyrirhugaðir veitingastyrkir fela í sér áframhaldandi stuðning við mikilvæga atvinnugrein sem hefur orðið fyrir tjóni vegna sóttvarnartakmarkana síðustu vikur. Úrræðin í frumvarpinu byggjast í öllum meginatriðum á grunni viðspyrnustyrkja sem veittir voru á síðasta ári en eru sérsniðin að veitingarekstri, sem hefur sætt takmörkunum umfram flestar atvinnugreinar.
Getur numið 90% af rekstrarkostnaði fyrir hvern almanaksmánuð
Lagt er til að rekstraraðilar veitingastaða sem hafa orðið fyrir minnst 20% tekjufalli í almanaksmánuði frá desember 2021 til mars 2022, vegna takmarkana á opnunartíma, geti fengið styrk til að mæta rekstrarkostnaði á tímabilinu. Úrræðið er ekki bundið við fyrirtæki með langa rekstrarsögu, heldur er gert ráð fyrir að veitingastaðir sem opnuðu í fyrra geti notið úrræðisins – að því gefnu að önnur skilyrði laganna séu uppfyllt.
Styrkurinn getur numið 90% af rekstrarkostnaði þann almanaksmánuð sem umsókn varðar, en ekki hærri fjárhæð en nemur tekjufalli rekstraraðila viðkomandi mánuð. Styrkurinn getur jafnframt ekki orðið hærri en að 500 þús. kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði á tímabilinu og allt að 2,5 m.kr. á mánuði ef tekjufall var 20-60% en allt að 600 þús.kr. fyrir hvert stöðugildi og allt að 3 m.kr. á mánuði ef tekjufall var meira en 60%. Samanlagðir styrkir til einstakra rekstraraðila vegna tímabilsins alls geta því að hámarki orðið 10 til 12 m.kr.
Samkvæmt frumvarpinu þurfa umsækjendur að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksumsvif, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og um að vera ekki í gjaldþrotameðferð.
Líkt og gildir um lokunar-, tekjufalls- og viðspyrnustyrki er lagt til að bæði umsóknar- og ákvörðunarferli vegna styrkjanna verði rafrænt og að framkvæmdin verði falin Skattinum.
Gott samtal við fulltrúa fyrirtækja í veitingarekstri
Frumvarpið sem mælt var fyrir í dag byggist m.a. á góðu samtali fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fulltrúa fyrirtækja í veitingarekstri, en alls hafa fyrirtæki í greininni fengið um 11 milljarða króna í beina styrki frá hinu opinbera vegna faraldursins. Með áframhaldandi stuðningi er markmiðið, eins og áður, að draga úr tjóni, tryggja að neikvæð áhrif á atvinnulíf og efnahag vari sem skemmst og skapa aðstæður fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfarið.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana