Frétt
Lystahátíð matarfrumkvöðla
Íslenski sjávarklasinn og Matarauður Íslands efna til Lystahátíðar matarfrumkvöðla í Húsi sjávarklasans þann 19. nóv.
Hátíðin verður sett kl. 15:00 með lúðrablæstri og hvatningarræðum og mun veislan standa til kl. 18:00.
Gestir geta smakkað á ýmsu góðgæti og kynnt sér starfsemi og vörur um 25 frumkvöðla í matvæla- og heilsuefnaframleiðslu.
Allir matgæðingar eru hjartanlega velkomnir en aðilar í heildsölu- og smásölu, fjárfestar, fjölmiðlar og áhugafólk um nýsköpun í matvælum, eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Hús sjávarklasans verður sneisafullt af básum og kynningum frumkvöðlana. Í miðrými hússins munu matarfrumkvöðlar kynna vörur sínar fyrir sérstakri valnefnd en í lok dags mun nefndin velja Matarfrumkvöðla ársins 2020.
Tilgangurinn með Lystahátíð er að undirstrika mikilvægi nýsköpunar á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs, auka áhuga fjárfesta og markaðsaðila á samstarfi við matarfrumkvöðla og fagna þeim krafti sem býr í matar-nýsköpun hérlendis.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?






