Uppskriftir
Lúxus Laxabollur
200 gr laxaflak – hreinsað
150 gr hvítur fiskur
1 msk soyasósa
1 tsk saxaður hvítlaukur
2 egg
4 msk hveiti
100 ml hvítvín eða mysa
1 tsk dill
1 tsk fennelduft
1 tsk karrý
1 tsk paprikuduft
½ tsk timian
100 ml rjómi
Salt og pipar úr kvörn
Skerið allan fisk í litla bita og marinerið í hvítlauk og kryddi í klukkustund. Hellið hvítvíni, eggjum saman við og blandið saman. Setjið í matvinnsluvél og látið snúast í stutta stund. Bætið hveiti saman við og hellið rjóma í smátt og smátt. Mótið í litlar fallegar bollur með skeið og steikið í smjöri við vægan hita.
Framreiðið með skelfisksósu, brauði og hrísgrjónum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
Mynd: úr safni
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni