Uppskriftir
Lúxus Laxabollur
200 gr laxaflak – hreinsað
150 gr hvítur fiskur
1 msk soyasósa
1 tsk saxaður hvítlaukur
2 egg
4 msk hveiti
100 ml hvítvín eða mysa
1 tsk dill
1 tsk fennelduft
1 tsk karrý
1 tsk paprikuduft
½ tsk timian
100 ml rjómi
Salt og pipar úr kvörn
Skerið allan fisk í litla bita og marinerið í hvítlauk og kryddi í klukkustund. Hellið hvítvíni, eggjum saman við og blandið saman. Setjið í matvinnsluvél og látið snúast í stutta stund. Bætið hveiti saman við og hellið rjóma í smátt og smátt. Mótið í litlar fallegar bollur með skeið og steikið í smjöri við vægan hita.
Framreiðið með skelfisksósu, brauði og hrísgrjónum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vörukynning Garra á Akureyri