Uppskriftir
Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma
Það er fátt betra og hátíðlegra en heitt súkkulaði um jólin! Þetta er heitt súkkulaði sem er fullkomið þegar það á að gera vel við sig og sína um hátíðarnar. Kanill, bismark, möndlur, salt karamella og besta suðusúkkulaðið allt saman í einum bolla.
Uppskrift:
Heitt súkkulaði:
200 g Freyju suðusúkkulaði
800ml mjólk
200ml rjómi
1 tsk salt
1msk sykur
1 tsk kanill
Rjómi:
1 peli rjómi
2 msk kakó
Til skreytingar:
Smátt saxaðar möndlur
Smátt saxað bismark/jólastafur
Salt karamella
Aðferð:
1. Sjóðið mjólkina og rjómann.
2. Bætið kanilnum, saltinu og sykrinum saman við og sjóðið.
3. Að lokum bætið þið við suðusúkkulaðinu og hrærið þar til allt er bráðnað vel saman.
4. Þeytið næst rjómann og bætið svo kakóinu varlega saman við.
5. Hellið kakóinu í bolla, setjið rjóma ofan á og skreytið með saltri karamellu, jóla brjóstsykri og söxuðum möndlum.
Njótið vel! Þetta kakó sló heldur betur í gegn hjá öllum á mínu heimili og verður svo sannarlega gert mikið þessi jól.
Höfundur er Elenora Rós Georgesdóttir bakari.
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
-
Frétt3 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…