Uppskriftir
Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma
Það er fátt betra og hátíðlegra en heitt súkkulaði um jólin! Þetta er heitt súkkulaði sem er fullkomið þegar það á að gera vel við sig og sína um hátíðarnar. Kanill, bismark, möndlur, salt karamella og besta suðusúkkulaðið allt saman í einum bolla.
Uppskrift:
Heitt súkkulaði:
200 g Freyju suðusúkkulaði
800ml mjólk
200ml rjómi
1 tsk salt
1msk sykur
1 tsk kanill
Rjómi:
1 peli rjómi
2 msk kakó
Til skreytingar:
Smátt saxaðar möndlur
Smátt saxað bismark/jólastafur
Salt karamella
Aðferð:
1. Sjóðið mjólkina og rjómann.
2. Bætið kanilnum, saltinu og sykrinum saman við og sjóðið.
3. Að lokum bætið þið við suðusúkkulaðinu og hrærið þar til allt er bráðnað vel saman.
4. Þeytið næst rjómann og bætið svo kakóinu varlega saman við.
5. Hellið kakóinu í bolla, setjið rjóma ofan á og skreytið með saltri karamellu, jóla brjóstsykri og söxuðum möndlum.
Njótið vel! Þetta kakó sló heldur betur í gegn hjá öllum á mínu heimili og verður svo sannarlega gert mikið þessi jól.
Höfundur er Elenora Rós Georgesdóttir bakari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







