Uppskriftir
Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma
Það er fátt betra og hátíðlegra en heitt súkkulaði um jólin! Þetta er heitt súkkulaði sem er fullkomið þegar það á að gera vel við sig og sína um hátíðarnar. Kanill, bismark, möndlur, salt karamella og besta suðusúkkulaðið allt saman í einum bolla.
Uppskrift:
Heitt súkkulaði:
200 g Freyju suðusúkkulaði
800ml mjólk
200ml rjómi
1 tsk salt
1msk sykur
1 tsk kanill
Rjómi:
1 peli rjómi
2 msk kakó
Til skreytingar:
Smátt saxaðar möndlur
Smátt saxað bismark/jólastafur
Salt karamella
Aðferð:
1. Sjóðið mjólkina og rjómann.
2. Bætið kanilnum, saltinu og sykrinum saman við og sjóðið.
3. Að lokum bætið þið við suðusúkkulaðinu og hrærið þar til allt er bráðnað vel saman.
4. Þeytið næst rjómann og bætið svo kakóinu varlega saman við.
5. Hellið kakóinu í bolla, setjið rjóma ofan á og skreytið með saltri karamellu, jóla brjóstsykri og söxuðum möndlum.
Njótið vel! Þetta kakó sló heldur betur í gegn hjá öllum á mínu heimili og verður svo sannarlega gert mikið þessi jól.
Höfundur er Elenora Rós Georgesdóttir bakari.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu