Frétt
Loksins, loksins nýjar og ætar kartöflur
Eldsnemma þriðjudags morgun s.l. hóf Birkir Ármannsson bóndi í Vestur-Holti í Þykkvabæ að taka upp kartöflur af premier gerð, en þetta eru fyrstu kartöflur ársins, og komu þær fyrstu í verslanir sama dag.
Af því tilefni var matgæðingum stefnt til veislu hjá Úlfari Eysteinssyni á Þremur Frökkum www.3frakkar.com með Landbúnaðaráðherra fremstan í flokki, til að smakka á herlegheitunum nýsoðnar íslenskar kartöflur með smjöri.
Ber að fagna svona uppákomum og á Úlfar heiður skilið fyrir framtakið, og legg ég til að fleiri taki upp þennan sið og geri þetta að árlegri hátíð um miðjan júlí, hátíð kartöflunnar.
Mynd: 3frakkar.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni5 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa







