Frétt
Lítill áhugi á veitingasölu í Landeyjahöfn – Veitingamenn höfðu ekki trú á staðsetningunni
Lítill sem enginn áhugi var meðal veitingamanna á að hefja rekstur á veitingasölu í nýju Landeyjahöfninni.
Þess í stað verða gestir og gangandi að treysta á sjálfsala í farþegarýminu og veitingasölu Herjólfs, en frá þessu er greint frá á vefnum pressan.is
Í samtali við Pressuna sagði Guðmundur Nikulásson, sem séð hefur um rekstur Herjólfs fyrir hönd Eimskips, að talsverðar breytingar verði á rekstrinum vegna styttri ferðatíma. Hingað til hefur fólk getað lagt sig í kojur en þess mun varla gerast þörf á hálftíma langri siglingaleiðinni. Veitingaþjónustu innanborðs verður jafnframt skorin niður og miðast við nýjar þarfir.
Guðmundur segir að um fjögur til fimm ársstörf skapist í Rangárþingi eystra vegna hafnarinnar en að sama skapi fækki þeim í Þorlákshöfn, líkt og Pressan sagði frá fyrr í dag.
Veitingarekstur í nýju 400 fermetra stóru húsnæði við höfnina var boðinn út, en að sögn Guðmundar reyndist lítill áhugi vera á því meðal veitingamanna og fór því svo að fallið var frá hugmyndum um veitingasölu að sinni. Þess í stað verður treyst á sjálfsala fyrir hungraða gesti en aðeins 20 mínútna akstur er frá höfninni til Hvolsvallar. Þar hafa veitingamenn hins vegar tekið við sér og stækkað veitingarými til mikilla muna, enda von á mikilli traffík til og frá Eyjum.
Landeyjahöfn var vígð með pompi og prakt klukkan 16:30 í dag. Þá sigldi Herjólfur í höfnina eftir sína síðustu ferð til Þorlákshafnar. Á morgun hefjast svo daglegar áætlanaferðir milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja og ríkir mikil gleði meðal sunnlendinga og Eyjamanna.
Greint frá pressan.is
Nánari umfjöllun um framkvæmd ofl. á vef sigling.is hér
Mynd: sigling.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir