Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Listaverkið opnar á næstunni

Birting:

þann

Eiriksson Brasserie - Friðgeir Ingi

Friðgeir Ingi Eiríksson

Það er farið að styttast verulega í opnun hjá Friðgeir Inga og félögum á nýja veitingastaðnum, Eiriksson Brasserie sem verður á Laugavegi 77.

Ég átti leið framhjá í vikunni og datt í hug að kíkja inn og heilsaði aðeins upp á en Friðgeir hafði ekki mikinn tíma til að líta upp. Núna var verið að reka endahnútinn á að ganga frá tilskyldum leyfum og öðru sem stóð út af borðinu.

Eiriksson Brasserie

Rolls-Royce eldavélin mætt á svæðið

Mér finnst alltaf gaman þegar það gefst tækifæri til að fylgjast með fæðingu veitingastaðar og sjá hann taka á sig endanlega mynd.

Sjá einnig: Eiriksson Brasserie – Friðgeir: „Hér kemur samt flottasti vínkjallari landsins til með að vera“

Eiriksson Brasserie - Friðgeir Ingi

Friðgeir hafði í mörgu að snúast þegar fréttamaður kíkti við

Núna er staðurinn er orðinn verulega glæsilegur en ég ætla samt ekki að birta of margar myndir núna, miklu frekar að geyma upplifunina fyrir ykkur sem komið til með að heimsækja þetta listaverk á næstunni.

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið