Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur
Lífrænt Ísland og VOR (félag um lífræna ræktun og framleiðslu) standa fyrir lífræna deginum í ár líkt og í fyrra þegar hann var haldinn í fyrsta sinn.
Einn viðburður verður á höfuðborgarsvæðinu á Kaffi Flóru í Grasagarðinum, á morgun laugardaginn 16. september kl. 13-17. Fjögur býli víðsvegar um landið munu á sama tíma opna sín býli fyrir gestum og gangandi.
Lífrænu bæirnir sem munu opna sín býli í ár eru:
Akur organic, Flaga, Þórshöfn
Móðir Jörð, Vallanesi, Egilsstöðum
Sólbakki garðyrkjustöð, Ós Hörgársveit
Syðra-Holt, Svarfaðardal
Kaffi Flóra ætlar í samstarfi við Lífrænt Ísland að bjóða upp á rétti byggða nær alfarið á lífrænum íslenskum hráefnum. Það verður því hægt að kaupa sér dýrindis lífrænan íslenskan mat þennan dag á Kaffi Flóru, hitta lífræna bændur og framleiðendur og fræðast um lífræna ræktun.
Á þessum fjórum lífrænu býlum sem opna hjá sér þennan dag geta gestir séð, smakkað og heyrt hvað lífrænir bændur eru að vinna að. Einhverjar uppákomur verða yfir daginn, leikir fyrir börn og jafnvel alla fjölskylduna.
Allir eru velkomnir á Kaffi Flóru laugardaginn 16. september kl 13-17 eða á lífrænu býlin víðsvegar um landið á sama tíma.
Einnig er kjörið að halda upp á lífræna daginn með því að elda heima hjá sér lífrænan íslenskan mat þennan dag og stuðla þannig að útbreiðslu lífrænnar ræktunar og framleiðslu á Íslandi.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago