Uncategorized
Líbanskar vínekrur skotmark
Eftir því sem bardagar harðna í Líbanon aukast áhyggjur Líbanskra vínbænda að vínekrur þeirra verði fyrir árásum.
Enn sem komið er hafa vínekrurnar ekki orðið fyrir árásum, en árásir Ísraelsher hafa m.a. beinst að framleiðslufyrirtækjum – mjólkurbú og flöskuframleiðsla hafa m.a. orðið fyrir árásum – á þeim forsendum að þar sé hægt að framleiða hergögn!
Vínbændurnir hafa af þessu miklar áhyggjur þar sem margir búgarðar hafa eigin gerjunar- og átöppunarverksmiðjur, auk þess sem vínkjallarar og -hellar gætu orðið skotmörk undir því yfirskyni að þar gætu vopn verið geymd.
Aðalvínsvæði Líbanons er í Bekaadal, um 50 km austur af Beirút, en talið er að Íranir og Sýrlendingar flytji vopn til Hizbollah í gegnum dalinn, og Ísraelsher hefur lagt áherslu á að stöðva slíka flutninga.
Þá hafa borist fréttir af því að flugskeyti Hizbollah hafa hæft vínekrur í Ísrael og að einhverjir hektarar hafa eyðilagst.
Greint frá á vinsidan.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum