Uncategorized
Líbanskar vínekrur skotmark
Eftir því sem bardagar harðna í Líbanon aukast áhyggjur Líbanskra vínbænda að vínekrur þeirra verði fyrir árásum.
Enn sem komið er hafa vínekrurnar ekki orðið fyrir árásum, en árásir Ísraelsher hafa m.a. beinst að framleiðslufyrirtækjum – mjólkurbú og flöskuframleiðsla hafa m.a. orðið fyrir árásum – á þeim forsendum að þar sé hægt að framleiða hergögn!
Vínbændurnir hafa af þessu miklar áhyggjur þar sem margir búgarðar hafa eigin gerjunar- og átöppunarverksmiðjur, auk þess sem vínkjallarar og -hellar gætu orðið skotmörk undir því yfirskyni að þar gætu vopn verið geymd.
Aðalvínsvæði Líbanons er í Bekaadal, um 50 km austur af Beirút, en talið er að Íranir og Sýrlendingar flytji vopn til Hizbollah í gegnum dalinn, og Ísraelsher hefur lagt áherslu á að stöðva slíka flutninga.
Þá hafa borist fréttir af því að flugskeyti Hizbollah hafa hæft vínekrur í Ísrael og að einhverjir hektarar hafa eyðilagst.
Greint frá á vinsidan.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður
-
Frétt5 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna





