Uppskriftir
Leyniuppskriftin að KFC kryddblöndunni
Leyniuppskrift að kryddblöndunni sem umlykur kjúklinginn af KFC er hægt að finna víðsvegar á internetinu. Í fjöldamörg ár hefur þessi kryddblanda verið eitt best geymda leyndarmál heims, en fyrir nokkrum árum var uppskriftin sýnt óvart í fréttaflutningi. Síðan þá var ekki aftur snúið.
Kryddblandan inniheldur blöndu af 11 kryddum og jurtum.
KFC kjúklingur – Uppskrift:
Hráefni
2 bollar hveiti
2 tsk borðsalt
1 1/2 tsk þurrkað timian
1 1/2 tsk þurrkað basil
4 msk paprikuduft
1 tsk þurrkað oregano
1 msk sellerí salt
2 msk hvítlaukssalt
1 msk svartur pipar (fínt, nýmalaður)
1 msk sinnepsduft
3 msk hvítur pipar
1 msk engiferduft
2 heilir kjúklingar (ca. 3 kg.)
Súrmjólk og egg
olía til djúpsteikingar
Aðferð
Blandið öllum kryddjurtum og kryddi saman. Passið að hafa enga mola í blöndunni (krydd sem hefur kekkst saman í geymslu).
Setjið í stóra skál, hveitið, jurtirnar og kryddublönduna og blandið vel saman. Hrærið saman súrmjólkina og egg.
Skerið kjúklingana í bita.
Dýfið hverjum bita í mjólk-, og eggblönduna (óþol: einnig hægt að nota bara venjulegt vatn), hristið og leggið í hveitið/kryddblönduna. Láttu bitana vera á bakka í um 10-15 mínútur á meðan olían hitnar. Þetta mun hjálpa húðinni að festast betur við kjúklinginn.
Hitið olíuna í 170°c.
Steikið stærstu bitana í allt að 18 mínútur. Vængir taka venjulega um 8-10 mínútur, leggir í um það bil 12-15 mínútur, fer eftir stærð. Gott er að nota kjöthitamæli, en kjarnhitinn á að fara í tæp 80°c.
Hægt er að setja kjúklinginn í ofnskúffu á smjörpappír og haft hann í ofni á 80°c á meðan þú ert að djúpsteikja kjúklinginn.
Í því tilfelli er best að byrja á stærstu bitunum og enda með þeim smæstu til að lágmarka tímann í ofninum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






