Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Lét drauminn sinn rætast og opnar alvöru franska kökuverslun í Reykjavík

Birting:

þann

Sweet Aurora Reykjavík

Aurore Pélier Cady

Fyrir rúmlega ári setti Aurore Pélier Cady af stað söfnunarsíðu á Karolinafund.com í von um að láta draum sinn rætast að opna franska kökuverslun hér á Íslandi.

Það tókst heldur betur vel og safnaðist um 10 þúsund evrur eða tæp 1.4 milljón ísl. kr.  Aurore opnaði kökuverslunina Sweet Aurora, 14. júlí sl., í kjallarahúsnæði við Bergstaðastræti 14 í Reykjavík. Opnunartími er frá miðvikudögum til sunnudaga frá klukkan 09 til 17.  Aurore hefur gert leigusamning í þrjá mánuði og vonast til að reksturinn muni ganga það vel að hún geti gert langtímaleigusamning.

Sweet Aurora Reykjavík

Kökuverslunin Sweet Aurora er staðsett í kjallarahúsnæði við Bergstaðastræti 14 í Reykjavík

Aurore Pélier Cady er franskur pastry chef, en hún lærði fræðin sín í heimsþekkta skólanum Institut Paul Bocuse og starfaði í meira en áratug á flottum hótelum og veitingastöðum í París, á borð við Hotel George V eða KL Patisserie svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrir þremur árum síðan þá ákvað hún flytja til Íslands, en hún hefur t.a.m. starfað hjá Slippnum í Vestmannaeyjum, Vox á Hilton hótelinu, íslenska Michelin veitingastaðnum Dill, en Gísli Matt og Gunni Kalli kenndu Aurore meðal annars allt um íslenskar jurtir og hvernig á að nota þær í matargerð.

Í boði í kökuversluninni Sweet Aurora eru dæmigerðu frönsku sætabrauðsgóðgætin eins og sítrónutertuna, Saint Honoré (líka nefnd St. Honoratus), makkarónurnar og franskar hefðbundnar kökur eins og Galette o.fl. Sjá matseðilinn hér.

Viðtal við Aurore Pélier:

Meðfylgjandi myndir eru frá @kevinpages og @andrigeirjónasson og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið