Frétt
Leiðbeiningar vegna nýrra reglna um innflutning á hráu kjöti
Frá og með 1. janúar 2020 falla niður reglur sem kveða á um að ferskt kjöt sem flutt er til landsins frá ríkjum innan EES þurfi að vera frosið. Hefðbundið leyfisveitingakerfi fellur einnig niður og innflutningur á kjöti og eggjum verður þá í frjálsu flæði frá ríkjum innan EES.
Nýlega hafa verið gefnar úr reglugerðir um viðbótartryggingar og vöktun á kampýlóbakter sem tilgreina nánar þær kröfur sem gerðar eru til matvælafyrirtækja.
Innflytjendur þurfa frá áramótum að sýna fram á að ófrosið og óhitameðhöndlað kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter en slík krafa er gerð á innlenda framleiðendur. Með sendingum af eggjum, svínakjöti, nautagripakjöti, kjúklingakjöti og kalkúnakjöti þurfa að fylgja skjöl og niðurstöður rannsókna m.t.t. salmonellu þar sem það á við sbr. reglugerðir um viðbótartryggingar.
Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna reglugerðanna. Matvælafyrirtæki sem flytja inn kjöt til landsins eru hvött til að kynna sér vel reglugerðirnar og leiðbeiningarnar hér að neðan. Ávallt verður að vera hægt að sýna fram á að kröfur varðandi sýnatökur og skjöl sem eiga að fylgja sendingum séu uppfylltar.
Leiðbeiningar
- Leiðbeiningar Matvælastofnunar um innflutning á hráu kjöti og eggjum frá EES
- Leiðbeiningar Matvælastofnunar um kampýlóbaktersýni úr alifuglum í eldi
- Leiðbeiningar Matvælastofnunar um kampýlóbaktersýni úr alifuglum við slátrun
- Leiðbeiningar Matvælastofnunar um kampýlóbaktersýni úr afurðum alifugla
- Upptaka og glærur frá fræðslufundi Matvælastofnunar um nýjar reglur um innflutning á hráu kjöti
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri