Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lávarðadeild KM með veislumat
Í maí s.l. tók Lávarðadeildin hjá Klúnni Matreiðslumeistara sig til og sá um matinn í lokahófi hjá Karlakórnum Fóstbræðrum í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg.
Þriggja rétta matseðill var í boði: Plokkfiskur, útfærður á nútímalegan hátt, Kalkúnabringur og nautalundir með demi glaze, ofnbökuðu grænmeti og kartöflusmælki og eftirrétturinn var gamla góða sherrytrifflið með kirsuberi með stilk.
Var þetta undirbúið í eldhúsunum sem félagarnir í Lávarðadeildinni hafa til umráða.
Það er skemmst frá því að segja að þetta tókst frábærlega vel og voru gestirnir hinir ánægðustu með kræsingarnar.

F.v. Jakob H. Magnússon, Þórður Sigurðsson, Kristján Sæmundsson, Brynjar Eymundsson, Ragnar Guðmundsson og Einar Árnason
„Mikil gleði ríkti í kokkahópnum sem tók þetta að sér og eru svona veislur sem Lávarðadeildin sér um matreiðsluna í, með því skemmtilegra. Það er einmitt svona samvinna, þar sem allir félagarnir geta tekið þátt, sem gefur svo mikið og eflir félagsandann. Menn eru að elda og undirbúa saman í margvíslegum eldhúsum og njóta samverunnar. Er þetta liður í félagsstarfi Lávarðadeildarinnar.“
Að því er fram kemur í Kokkafréttum KM.
Lárus Loftsson var tengillinn við veisluna en aðrir sem tóku þátt voru: Ragnar Guðmundsson, Jakob H. Magnússon, Brynjar Eymundsson, Einar Árnason, Þórður Sigurðsson , Kristján Sæmundsson, Axel Jónsson, Eiríkur Friðriksson, Gunnlaugur Hreiðarsson og Þorvarður Óskarsson.
Fleiri fréttir af Lávarðadeildinni hér.
Myndir: Kokkafréttir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu