Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Lávarðadeild KM með veislumat

Birting:

þann

Lávarðadeild KM með veislumat - Oft leynist eldur í gömlum glæðum

F.v. Þórður Sigurðsson, Ragnar Guðmundsson, Þorvarður Óskarsson, Axel Jónsson og Jakob H. Magnússon

Í maí s.l. tók Lávarðadeildin hjá Klúnni Matreiðslumeistara sig til og sá um matinn í lokahófi hjá Karlakórnum Fóstbræðrum í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg.

Þriggja rétta matseðill var í boði: Plokkfiskur, útfærður á nútímalegan hátt, Kalkúnabringur og nautalundir með demi glaze, ofnbökuðu grænmeti og kartöflusmælki og eftirrétturinn var gamla góða sherrytrifflið með kirsuberi með stilk.

Var þetta undirbúið í eldhúsunum sem félagarnir í Lávarðadeildinni hafa til umráða.

Það er skemmst frá því að segja að þetta tókst frábærlega vel og voru gestirnir hinir ánægðustu með kræsingarnar.

Lávarðadeild KM með veislumat - Oft leynist eldur í gömlum glæðum

F.v. Jakob H. Magnússon, Þórður Sigurðsson, Kristján Sæmundsson, Brynjar Eymundsson, Ragnar Guðmundsson og Einar Árnason

„Mikil gleði ríkti í kokkahópnum sem tók þetta að sér og eru svona veislur sem Lávarðadeildin sér um matreiðsluna í, með því skemmtilegra. Það er einmitt svona samvinna, þar sem allir félagarnir geta tekið þátt, sem gefur svo mikið og eflir félagsandann. Menn eru að elda og undirbúa saman í margvíslegum eldhúsum og njóta samverunnar. Er þetta liður í félagsstarfi Lávarðadeildarinnar.“

Að því er fram kemur í Kokkafréttum KM.

Lárus Loftsson var tengillinn við veisluna en aðrir sem tóku þátt voru: Ragnar Guðmundsson, Jakob H. Magnússon, Brynjar Eymundsson, Einar Árnason, Þórður Sigurðsson , Kristján Sæmundsson, Axel Jónsson, Eiríkur Friðriksson, Gunnlaugur Hreiðarsson og Þorvarður Óskarsson.

Fleiri fréttir af Lávarðadeildinni hér.

Myndir: Kokkafréttir

Powered by Issuu
Publish for Free

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar