Pistlar
Langa leiðin á Global Chef Challenge
Osa Kaksi
Dagurinn tekinn snemma, þó svo ekkert lægi fyrir, dormað í brekkara og síðan tekinn göngutúr í rólegheitum um nágrennið. Komið við á hótelinu í hádegisverð og brást þeim ekki bogalistin þá frekar en endranær. Upp á herbergi og látið sjatna aðeins í vömbinni áður en lagt var í smáinnkaupa-leiðangur. Um kvöldið fórum við þrír, Ægir, Theadór og ég niður í gamla bæinn, en þar eru bílar bannaðir. Röltum um göturnar og horfðum á þessi tignalegu gömlu hús og voru við snortnir af fegurðinni. Svo voru við farnir að finna til svengdar og enduðum inn á Restaurant Karl Friedrich (www.karlfriedrich.ee ) en hann er staðsettur við Lækjartorg þeirra í Tallinn.
Yfirkokkurinn reyndist vera Veiko Ruukel ekki alveg ókunnugur Íslendingum en hann hafði unnið One World Culinary keppnina sem haldin var á Íslandi á Matur 2006 sýningunni. Áttu við góða kvöldstund og nutum þess út í ystu æsar að borða góðan mat. Heim í koju því árla morguns skildi lagt af stað heim á leið.
Mætt var í morgunmat eldsnemma raðað í sílóið svo það yrði ekki til vandræða á leiðinni tékkað út og brunað í leigara niður á kaja til að taka ferju yfir til Helsinki, en ég hafði haft áhuga á að fara með hraðbáti (www.SuperSeaCat.com ) en við rétt misstum af bátnum þar sem einn af okkur þurfti að skila morgunmatnum áður en lengra skildi haldið. Í staðinn tóku við næstu ferju og heitir hún því lostafulla nafni Rosella og er í flota Viking line (www.vikingline.ee ) og reyndist hún einni stjörnu betri dallur en ryðkláfurinn sem ég silgdi með til Riga.
Greið leið var í gegnum tollinn í Helsinki og staðan tekin, úr var að undirritaður fór á stúfana að fá stóran leigubíl og sá fljótlega hvar vænt fórnarlamb beið þessa að vera truflaður, honum brá þegar ég kom þar sem hann var í miðri röðinni en fremsti stór bíll, eftir smá eins mans tal jánkaði hann bón minni og vorum við snöggir að lesta bílinn og leggja af stað út á flugvöll. Upp hófst spjall á leiðinni og kom fljótlega upp úr kafinu að hann var menntaður matreiðslumaður og hafði verið meðal annars í vinnu í Noregi en var nú leigubílstjóri í Helsinki, kannski eins og að vera sölumaður í Reykjavík, eftir sem leið á ferðina kom meira og meira í ljós að það væri bara guðslukka að hann væri ekki að elda mat einhvers staðar og lokaniðurstaða var sú að hann ætti helst ekki að keyra heldur, en út á völl komust við (www.helsinki-vantaa.fi ) og tékkað inn.
Farið og fengið sér eitthvað í gogginn því maður var næst viss hvað yrði í boði í vélinni, en það heitasta hjá þeim í flugeldhúsinu hefur verið kaldur hamborgarhryggur með kartöflusalati, sem kom á daginn að var það sem í boði var og minnir þetta mann á lúðuna í Mayonnaise hér um árið. Það er sennilega gert ráð fyrir því að þú ferðist bara einu sinni á ári með Icelandair, ferðin gekk að öðru leiti vel og lent á tíma, brunað í gegn því nú fer maður ekki í fríhöfnina þar sem búið er banna kauða notkun á aðalvöruflokkum þar (vín, bjór, tóbak & sælgæti) út í rútu og beint í bæinn. Niður á Umfó,inn og kíkt eftir Nizza prestinum en hann var ekki sjáanlegur frekar en fyrri daginn, fékk mér Lamb Bernaise og var það góður lokapunktur á þessari ferð.
/SH

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars