Pistlar
Langa leiðin á Global Chef Challenge – Kafli 2
Vaknað um sexleitið, græjað þetta hefðbundna og skotist í morgunmat ,því kl 0800 skyldi haldið af stað tveggja hæða rútu ( www.eurolines.ee ) til Vilinus í Litháen en það er 4 tíma ferð í rútu .
Ferðin gekk ágætlega en þegar við vorum að nálgast landamærin tek ég eftir að rútan hægir á sér og fer út í kant, ekki leið á löngu þar til svarið við því kom, bílalest með 2 lögreglu- bílum 10 BMW 700 bílum svörtum, með svartar rúður og blikkandi blá ljós og 1 Porche jeppi, einnig svartur á ca. 140 km hraða á veginum miðjum og gat ég mér til að þarna færi eitthver snati úr skrifræðinu að flýta sér heim í hádegismat .
Var hleypt inn í landið og komu við til Vilnius um 12 leitið, út úr rútunni og aðeins teygt úr löppunum áður en sest var upp í leigubíl og beðið um að keyra sig í TV turninn, leigarinn skildi ekki baun í bala og hófst heilmikið handapat, en allt í einu rekur hann upp væl og segir a „televiziontower“ og játa ég því og var feginn að hann loksins skildi hvað ég var að biðja um.
Upp í turninn ( www.emporis.com ) og pantaður grautur og diet kók og þjónninn horfði á mig og no diet kók og ég sagði ókey venjulegt, ágætur matur, flott útsýni en diskurinn snerist eins og í Perlunni og tók það mig 1,5 hring að hesthúsa 3 rétta seðli. Slakaði á og naut þess að vera til .
Fór niður í andyri og bað afgreiðslukonuna um að hringja á bíl fyrir mig, hún svaraði nei en rétti mér miða með númerum á leigubílastöðvum og varð ég sjálfur að hringja á bílinn, og hvað haldið þið, auðvitað græjaði maður það.
Tekinn túr um bæinn fallegur og sérstakur, en andskoti kalt mikill raki í loftinu. Allstaðar mætti manni velvilji og þegar fólk heyrði að maður væri frá Íslandi var eins og maður væri tekinn sem vinur.
Tíminn leið og fyrr en varði var ég lagður af stað tilbaka til Riga og meðan rútan rann eftir veginum fór ég í gegnum í huganum hvernig mín fyrstu viðbrögð voru við bæði Lettum og Litháum og get ég ekki sagt annað að það er gott að sækja þá heim.
Komu til Riga um 10 leitið, út úr rútustöðinni fyrir hljóðmönina og inn á hótel, ressinn enn opinn, skellti mér í foie gras og nautasteik og eins og við maninn mælt topp matur, og á þessu augnabliki varð ég að viðurkenna að þetta væri bara gott hótel, frábær matur og ideal staðsetning, þeir þrír þættir sem lagt var upp með í upphafi, og vel á minnst að á hótelinu fékkst diet kók. Drattaðist upp á herbergi um miðnætti ánægður með afrakstur dagsins.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars