Pistlar
Landsliðið í matreiðslu á góðri siglingu
Miðað við kalda borðið sem ég sá og var til sýnis í Smáralindinni í dag (15 okt ) má segja að landsliðið í matreiðslu sé nokkuð vel undirbúið fyrir keppnina í Basil í Sviss í næsta mánuði. Þegar ég kom að borðinu var heildarblær góður sem er áríðandi að mínu mati. Diskar og föt snyrtileg og mikil vinna lögð í allt, sem er gott því þá hafa dómarar nóg að dæma og vinna úr. Sýningarstykkin voru vel unnin og samræmi gott.
Mér fannst gott hjá liðinu að taka umræðuna um borðið með opnum huga við mig þarna á eftir, og aðra kokka og dómara sem áhuga hafa á því að landsliðið nái sem lengst í keppnum helst að það fái Gull. Þá var líka ánægjulegt á sjá Norska landsliðsmatreiðslumannin þarna sem var að dæma borðið til að geta gefið liðinu álit sitt síðar.
Þetta er góður ávinningur fyrir liðið og er hægt að vinna úr upplýsingum sem koma á þennan hátt eftirá. Ljóst er að öll vinnan sem að baki liggur er mikil og mjög tímafrek. Þurfa kokkarnir að taka sér frí úr vinnu og ýmislegt er látið sitja á hakanum til þess að hægt séað sinna þessu sem best.
Það er í rauninni ótrúlegt hvað liðið hefur náð frábærum árangri miðað við hvaða aðstöðu og fjármagn liðin sem verið er að keppa við hafa.
Mér finnst alltaf gama að sjá þega landslið Íslands í matreiðslu stillir út og leyfir okkur að sjá og fylgjast með hvað það er að gera og eftir að ég sá borðið þeirra í Smáralindinni hef ég fulla trú á að þau í liðinu geri góða hluti úti í Sviss.
Jakob H Magnússon
Matreiðslumeistari
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa