Vertu memm

Kokkalandsliðið

Landsliðið í Basel

Birting:

þann

Kokkalandsliðið er nú staðsett í Basel.  Gissur Guðmundsson og Jón Svavarsson eru með þeim í för og munu færa okkur fréttir í orðum og myndum næstu daga.

„“Nú er liðið komið til Basel eftir langa og stranga ferð bæði með flugi og rútu, með hvorki minna en 850 kg í farateskinu af hráefni, tækjum og tólum frá Íslandi.  Ekkert smáræði þegar farið er í keppni, ólíkt fótboltanum þegar þú þarft aðeins að hafa með auka föt og kannski nokkra auka bolta.

Liðið er í stuði, dagurinn í dag er frídagur og allir fá leyfi að til að kíkja á bæinn.  Íslenskt Djamm eins og við viljum kalla það.  Á morgun byrjar alvaran og eru allir meðvitaðir um það og mikill spenningur í manskapnum og mikil ákafi að gera vel þegar á hólpin er komið.

Allir félagar og allir sem áhuga hafa á matagerð, krossið fingur fyrir liðinu, þeir eru til í stuðið og allur góður stuðningur mun skila sér“

sagði Gissur og óskum við landsliðinu góðri velgengni í Basel.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið