Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði er nú statt í París þar sem það undirbýr sig af fullum krafti fyrir heimsmeistarakeppni í greininni, sem fram fer dagana 30. og 31. mars 2025.
Mikill undirbúningur hefur átt sér stað síðustu vikur og nú tekur við lokaspretturinn fyrir keppnina sjálfa.
Þrátt fyrir að keppnin fari fram í Frakklandi tekur liðið með sér ýmis hráefni að heiman – þar á meðal osta, þurrvörur og sérblandaðar marineringar. Einnig þarf að flytja allt keppnisbúnaðinn, en tæki og áhöld vega samanlagt um 200 kíló.
Glæsilegt landslið með öflugan mannskap
Íslenska landsliðið er skipað úrvals fagmönnum úr kjötiðnaðargeiranum:
Jón Gísli Jónsson – Kjötkompaní (fyrirliði)
Dominik Przybyla – Esja gæðafæði
Guðmundur Bílddal – Esja gæðafæði
Davíð Clausen Pétursson – Eco Garden
Hermann S. Björgvinsson – Ali matvörur
Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar – BG kjötafurðir
Frá hráefni í listaverk – á mettíma
Í keppninni þarf liðið að vinna úr hálfu nauti, hálfu svíni, heilum lambsskrokki og fimm kjúklingum – allt innan 3,5 klukkustunda. Verkefnin eru fjölbreytt: úrbeining, fyllingar, marineringar, uppstilling á diskum, frágangur og skreytingar, auk þess sem hreinsa þarf vinnuborð og koma öllu í lag.
„Þetta er gífurlegt magn af kjöti og við þurfum að keyra á fullu frá fyrstu mínútu,“
segir Jón Gísli Jónsson fyrirliði, í samtali við Veitingageirinn.is.
Framfarir og frábær tími á síðustu æfingu
Með fréttinni fylgja myndir frá síðustu æfingu liðsins og ljóst er að miklar framfarir hafa orðið á milli æfinga.
Tímatökur sýna að liðið er á réttri leið.
„Við kláruðum síðustu æfingu á 3:23, sem er stórkostlegur árangur og betri en æfingin þar á undan sem fór í 3:29:30. Við höfum greinilega verið að bæta okkur verulega og ég er viss um að við getum þrýst tímanum enn frekar niður,“
segir Jón Gísli.
Ástríða fyrir faginu og þjóðinni til heiðurs
„Það er ómetanlegt að sjá hversu mikla vinnu þessir strákar hafa lagt á sig fyrir þessa keppni. Þetta er algjört hugsjónarstarf, unnið af ástríðu fyrir því að kynna okkar frábæra og skemmtilega fag – kjötiðnaðinn,“
segir Jóhannes Geir Númason, kjötiðnaðarmeistari og landsliðsins til halds og traust í París, í samtali við Veitingageirinn.is.
„Landsliðið er frábær vettvangur til að sýna hvað fagið hefur upp á að bjóða og vekja áhuga. Það hefur ýmislegt komið upp á í æfingaferlinu, en þeir hafa alltaf mætt með kassann úti og tekist á við áskoranirnar með fagmennsku og jákvæðu hugarfari.
Vinnan sem þeir skila og uppstillingarnar á borðinu verða glæsilegar – þetta eru allt saman topp fagmenn sem eiga eftir að gera land og þjóð stolta.“
Veitingageirinn.is á staðnum – fylgjumst með í París
Veitingageirinn.is verður á tánum í París og fylgir íslenska landsliðinu í kjötiðnaði eftir með fréttum, myndum og innslögum beint frá vettvangi.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús














