Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna keppir í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði – Jóhannes: „smá stressaður að fara út til Bandaríkjanna með fullar töskur af hnífum, handsögum og exi“
Landslið kjötiðnaðarmanna mun keppa í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði (World Butchers Challenge – WBC) sem haldin verður í Sacramento í Bandaríkjunum í NBA höllinni Golden 1 Center, laugardaginn 3. september næstkomandi klukkan frá 18:00 á íslenskum tíma. Keppnin átti að halda í september 2020, en var frestað vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
Það eru 13 þjóðir sem keppa og er Ísland eina Norðulandaþjóðin sem tekur þátt.
Landslið kjötiðnaðarmanna skipa, (fullt nafn, vinnustaður og hlutverk hvers og eins í landsliðinu):
Í morgun flaug landslið kjötiðnaðarmanna út til Sacramento.
„…við munum millilenda í Seattle og svo áfram til Sacramento. Þetta er um það bil 15 tíma ferðalag frá Sunny Kef til Sacramento.“
sagði Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari og einn af stofnendum landsliðsins. Jóhannes verður með í för sem sérlegur aðstoðarmaður landsliðsins.
Keppið þið með hráefni frá Íslandi?
„Allt hráefni er skaffað á staðnum og fá öll liðin vinna með kjöt frá Bandaríkjunum. Við fórum út fyrir þremur árum að skoða „bóndabæina“ þar sem við fáum hráefnið, sem var mögnuð upplifun. Við munum fá ½ naut, ½ svín, 1/1 lamb og 5 kjúklinga til að vinna með.
Við eigum að vinna svo þessa skrokka á 3 og hálfum tíma til að búa til fjölbreyttar vörur, girnilegar vörur og auðvitað góðar vörur. Við erum sannfærðir um að við séum flottir og samkeppnishæfir á þessu heimsmeistaramóti. Öll liðin fá sömu eða svipaða þyngdir af skrokkum. Lambið þarna úti er 30 kg skrokkar.
Við lentum í smá vandræðum að finna svona lambskrokka úr íslensku lambi, en vinir okkar hjá Sláturfélagi Suðurlands völdu stærstu skrokkana sem þeir áttu, svo að við gætum æft okkur með sambærilega skrokka og við kæmum til með að keppa með.“
Sagði Jóhannes Geir.
„Ég er að spá í að setja gervilimi í töskurnar“
„Við erum pottþétt með minnsta farangurinn af öllum liðunum sem eru að fara keppa þarna úti. Við munum ferðast með þetta með okkur, ég er smá stressaður að fara út til Bandaríkjanna með fullar töskur af hnífum, handsögum og exi. Ég mun pottþétt svitna á lófunum í tollinum þegar þeir fara að skoða í töskurnar okkar.
Hver keppandi fer út með sína hnífa. Við munum fara út með okkar bakka til að setja vörurnar í, mareneringar og krydd. Einnig tökum við með okkur út hraun af Suðurnesjunum fyrir eldgosaþemað okkar. Ég er að spá í að setja gervilimi í töskurnar til að reyna létta stemminguna ef ég verð stoppaður í tollinum þarna úti. Ég mundi giska á að við séum að ferðast með nokkur hundruð kíló af áhöldum og keppnisbúnaði.“
Sagði Jóhannes, aðspurður um magnið af áhöldum og annað sem landsliðið fer með í keppnina frá Íslandi.
Hvað er búið að fara mikill undirbúningur fyrir keppnina?
Við stofnuðum Landslið Kjötiðnaðarmanna haustið 2018, þannig að ferlið hjá okkur hefur verið 4 ár. Við höfum ekki talið klukkuktímana sem hefur farið í það að tilheyra landsliðinu, en við erum ekkert að spá í því. Enda er þetta frábær hópur og vel samstilltur og um fram allt skemmtilegur.
Við erum enn að átta okkur á því að það er loksins komið að þessu. Mikill tími hefur farið í undirbúning. Sjálft liðið hefur æft mjög mikið og höfum við æft í Reykjavík, Akureyri og Hvolsvelli. Fyrirtækin í bransanum hafa stutt vel við bakið á okkur í gegnum þetta ferli.
Við starfsmenn liðsins höfum einnig lagt mikla vinnu á okkur að hjálpa liðinu að fjármagna þetta dæmi. Enda kostar helling að fara til Bandaríkjanna og æfa og svoleiðis. En það má til gamans geta að enginn í liðinu fær borgað fyrir að vera í liðinu. Annað en flugfarið út og gistingu. Enda er þetta gert af hugsjón fyrir kjötiðnaðinn.“
Sagði Jóhannes að lokum.
Bein útsending
Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með og færa ykkur fréttir frá keppninni. Fleiri fréttir um Landslið kjötiðnaðarmanna hér.
Bein útsending verður frá Heimsmeistarakeppninni:
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi