Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna keppir í dag klukkan 18:00 að íslenskum tíma – Bein útsending
Landslið kjötiðnaðarmanna keppir í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði (World Butchers Challenge – WBC) í dag. Keppnin er haldin í Sacramento í Bandaríkjunum í NBA höllinni Golden 1 Center. Keppnin hefst klukkan frá 18:00 á íslenskum tíma.
13 þjóðir keppa í dag og er Ísland eina Norðulandaþjóðin sem tekur þátt, sjá meðlimi íslenska landsliðsins hér.
Þær þjóðir sem keppa eru:
Ástralía
Ameríka
Brasíl
Kanada
Frakkland
Þýskaland
Bretland
Ísland
Ítalía
Írland
Nýja Sjáland
Portúgal
Wales
Allar þjóðir fá ½ naut, ½ svín, 1/1 lamb og 5 kjúklinga til að vinna með. Liðin vinna þessa skrokka á 3 og hálfum tíma til að búa til fjölbreyttar vörur, girnilegar vörur og auðvitað góðar vörur.
Dómararnir dæma samvinnuna, vinnubrögðin, hreinlæti, nýtingu og frumlegheit. Þemað hjá landsliðinu er Eldgosið í Meradölum.
„Við erum sannfærðir um að við séum flottir og samkeppnishæfir á þessu heimsmeistaramóti.“
sagði Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari og einn af stofnendum landsliðsins í samtali við veitingageirinn.is. Jóhannes er með í för sem sérlegur aðstoðarmaður landsliðsins.
Bein útsending
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana