Vertu memm

Keppni

Landslið kjötiðnaðarmanna keppir í dag klukkan 18:00 að íslenskum tíma – Bein útsending

Birting:

þann

Landslið kjötiðnaðarmanna

Frá einni æfingu landsliðsins.
Mynd: Jóhannes Geir Númason

Landslið kjötiðnaðarmanna keppir í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði (World Butchers Challenge – WBC) í dag. Keppnin er haldin í Sacramento í Bandaríkjunum í NBA höllinni Golden 1 Center. Keppnin hefst klukkan frá 18:00 á íslenskum tíma.

13 þjóðir keppa í dag og er Ísland eina Norðulandaþjóðin sem tekur þátt, sjá meðlimi íslenska landsliðsins hér.

Þær þjóðir sem keppa eru:

Ástralía
Ameríka
Brasíl
Kanada
Frakkland
Þýskaland
Bretland
Ísland
Ítalía
Írland
Nýja Sjáland
Portúgal
Wales

Allar þjóðir fá ½ naut, ½ svín, 1/1 lamb og 5 kjúklinga til að vinna með. Liðin vinna þessa skrokka á 3 og hálfum tíma til að búa til fjölbreyttar vörur, girnilegar vörur og auðvitað góðar vörur.

Dómararnir dæma samvinnuna, vinnubrögðin, hreinlæti, nýtingu og frumlegheit.  Þemað hjá landsliðinu er Eldgosið í Meradölum.

Landslið kjötiðnaðarmanna

Frá ungliðakeppninni sem haldin var í gær.
Mynd: Sigurður Ingi Halldórsson

„Við erum sannfærðir um að við séum flottir og samkeppnishæfir á þessu heimsmeistaramóti.“

sagði Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari og einn af stofnendum landsliðsins í samtali við veitingageirinn.is. Jóhannes er með í för sem sérlegur aðstoðarmaður landsliðsins.

Bein útsending

Fleiri fréttir um Landslið kjötiðnaðarmanna hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið