Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
Landslið kjötiðnaðarmanna heldur áfram að gera sig klárt fyrir komandi keppni í París, og síðasta æfing sem fram fór í Hótel og matvælaskólanum í MK á laugardaginn gekk afar vel. Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fer fram í París dagana 30. -. 31 mars 2025.
Jón Gísli Jónsson, fyrirliði liðsins, segir að miklar framfarir hafi átt sér stað á milli æfinga og að liðið hafi verið að bæta sig verulega.
„Við höfum verið að tímataka síðustu æfingar og það hefur orðið virkileg framþróun. Keppnistíminn úti er 3,5 klst og síðustu tvær æfingar höfum við náð að klára innan þess ramma.
Á næstsíðustu æfingu kláruðum við á 3:29:30, en á laugardaginn náðum við að klára á 3:23. Það er frábær árangur og ég tel að við eigum enn inni til að bæta tímann meira!“
Fínpússun í gangi fyrir lokasprettinn
Nú fer hver æfing í að skerpa á vinnubrögðum og hámarka nýtingu tíma.
„Menn þurfa að keyra á fullu strax frá fyrstu mínútu. Þetta er gríðarlegt magn af kjöti og mikil vinna sem þarf að fara fram á 3,5 klst,“
segir Jón.
„Við erum með hálft naut, hálft svín, heilt lamb og fimm kjúklinga. Á þessum tíma þurfum við að úrbeina allt, gera fyllingar, raða upp diskum á borð, marinera og fullvinna vörur, ganga frá, þrífa vinnuborð og setja upp skreytingar og borða.“
Auk þess að bæta tímann vinnur liðið nú að því að ná öllum hlutum alveg fullkomnum, tryggja að skreytingar séu í hæsta gæðaflokki og hafa skipulag á borði sem best.
Íslenskt hráefni og búnaður með í farangrinum
Þrátt fyrir að keppnin fari fram í Frakklandi mun íslenska landsliðið taka með sér eitthvað af hráefni að heiman.
„Við munum taka eitthvað af íslensku hráefni með, aðallega osta og eitthvað af þurrvöru og marineringum,“
segir Jón.
Þá þarf einnig að flytja með keppnisbúnaðinn til Parísar.
„Ég myndi áætla að við séum að taka tæki og áhöld sem vigta í kringum 100 kg, þó það sé óábyrg tala,“
bætir Jón við með bros á vör.
Landsliðið á enn eftir nokkrar æfingar áður en lagt verður af stað, en miðað við gang mála er ljóst að liðið stefnir á sterka frammistöðu í París.
Alfreð Fannar Björnsson, einnig þekktur sem BBQ kóngurinn, fangar stemninguna í þessum glæsilegu myndum. Myndirnar sýna liðsmenn landsliðsins á síðustu æfingu sinni þar sem tímatökur og fínpússun voru í forgrunni.
Landsliðið í kjötiðnaði er skipað þessum úrvals fagmönnum:
Jón Gísli Jónsson – Kjötkompaní og fyrirliði.
Dominik Przybyla – Esja gæðafæði.
Guðmundur Bílddal – Esja gæðafæði.
Davíð Clausen Pétursson – Eco Garden.
Hermann S. Björgvinsson – Ali matvörur
Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar – BG kjötafurðir
Veitingageirinn.is á staðnum – fylgjumst með í París
Veitingageirinn.is verður á tánum í París og fylgir íslenska landsliðinu í kjötiðnaði eftir með fréttum, myndum og innslögum beint frá vettvangi.
Styrktaraðilar
Án öflugs stuðnings frá styrktaraðilum væri ekki mögulegt að taka þátt í jafn metnaðarfullri keppni og sú sem fram undan er.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni