Keppni
Landslið Kjötiðnaðarmanna að verða að veruleika
Val á landsliði Íslands í kjötiðn er í fullum gangi, en Landslið Kjötiðnaðarmanna mun taka þátt í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sem fram fer í Sakramentó í Bandaríkjunum í september árið 2020. Keppnin er haldin á tveggja ára fresti.
Landsliðið mun skipa 6 manns og í Heimsmeistarakeppninni fær hvert lið 3 klukkutíma og 15 mínútur til að úrbeina og útbúa vörur úr ½ svínaskrokk, ½ nautaskrokk, einum lambaskrokk og 5 kjúklingum.
Það er Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari sem hefur staðið að undirbúningnum við stofnun landsliðsins.
„Fyrirkomulagið verður þannig, að við erum búnir óska eftir áhugasömum til að vera með okkur í þessu spennandi verkefni og það fer bara eftir fjölda áhugasamra hversu erfitt verður að velja í lið. Það er bara þannig. Allir sem eru með sveinsbréf í kjötiðnaði mega hafa samband.“
Sagði Jóhannes í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um val á landsliði Íslands í kjötiðn.
Stjórn Matvís og stjórn Meistarafélag Kjötiðnaðarmeistara (MFK) hafa lýst yfir miklum stuðningi við stofnun landsliðsins.
Hefur áður verið til Landslið Kjötiðnaðarmanna?
„Nei það hefur aldrei verið til landslið í kjötiðnaði áður. Ég er búinn að vera horfa lengi á hvað Kokkalandsliðið hefur verið að gera, sem er að gera alveg frábæra hluti fyrir sitt fag. Við getum klárlega lært mikið af þeim og væri gaman að vinna með þeim, t.d. með æfingar þar sem að við byrjum á heilum nautaskrokk sem endar svo sem rib eye steik á borði fyrir gesti sem að Kokkalandsliðið væri búið að hantera fagmannlega.
Einnig eru vinir okkar bakararnir nýbúnir að stofna sitt landslið og farið út að keppa og gert góða hluti og auðvitað viljum við vinna með þeim líka. Meðlimir hjá Bakaralandsliðinu voru ekki sparir á ráðleggingum til okkar um stofnun landsliðs þeirra, enda eru þetta öðlingar. Það er kominn tími á að við stígum út úr þægindarammanum og komum fram í dagsljósið.“
Sagði Jóhannes að lokum.
Fyrir áhugasama er bent á að hafa samband við Jóhannes á netfangið: [email protected] eða í síma: 821-1830
Myndir: worldbutcherschallenge.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina