Keppni
Landslið Kjötiðnaðarmanna að verða að veruleika

Það þarf varla að kynna þessa meistara, en hér eru þeir Trevor Saville og Todd Heller sem verða yfirdómarar í Heimsmeistarakeppni Kjötiðnaðarmanna árið 2020.
Val á landsliði Íslands í kjötiðn er í fullum gangi, en Landslið Kjötiðnaðarmanna mun taka þátt í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sem fram fer í Sakramentó í Bandaríkjunum í september árið 2020. Keppnin er haldin á tveggja ára fresti.
Landsliðið mun skipa 6 manns og í Heimsmeistarakeppninni fær hvert lið 3 klukkutíma og 15 mínútur til að úrbeina og útbúa vörur úr ½ svínaskrokk, ½ nautaskrokk, einum lambaskrokk og 5 kjúklingum.
Það er Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari sem hefur staðið að undirbúningnum við stofnun landsliðsins.
„Fyrirkomulagið verður þannig, að við erum búnir óska eftir áhugasömum til að vera með okkur í þessu spennandi verkefni og það fer bara eftir fjölda áhugasamra hversu erfitt verður að velja í lið. Það er bara þannig. Allir sem eru með sveinsbréf í kjötiðnaði mega hafa samband.“
Sagði Jóhannes í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um val á landsliði Íslands í kjötiðn.

Landslið Kjötiðnaðarmanna frá Írlandi ásamt þjálfara og stuðningsmönnum.
Það var Landslið Kjötiðnaðarmanna frá Írlandi sem sigraði heimsmeistarakeppnina sem fram fór í mars s.l. Það voru ellefu þjóðir sem kepptu um heimsmeistaratitilinn.
Stjórn Matvís og stjórn Meistarafélag Kjötiðnaðarmeistara (MFK) hafa lýst yfir miklum stuðningi við stofnun landsliðsins.
Hefur áður verið til Landslið Kjötiðnaðarmanna?
„Nei það hefur aldrei verið til landslið í kjötiðnaði áður. Ég er búinn að vera horfa lengi á hvað Kokkalandsliðið hefur verið að gera, sem er að gera alveg frábæra hluti fyrir sitt fag. Við getum klárlega lært mikið af þeim og væri gaman að vinna með þeim, t.d. með æfingar þar sem að við byrjum á heilum nautaskrokk sem endar svo sem rib eye steik á borði fyrir gesti sem að Kokkalandsliðið væri búið að hantera fagmannlega.
Einnig eru vinir okkar bakararnir nýbúnir að stofna sitt landslið og farið út að keppa og gert góða hluti og auðvitað viljum við vinna með þeim líka. Meðlimir hjá Bakaralandsliðinu voru ekki sparir á ráðleggingum til okkar um stofnun landsliðs þeirra, enda eru þetta öðlingar. Það er kominn tími á að við stígum út úr þægindarammanum og komum fram í dagsljósið.“
Sagði Jóhannes að lokum.
Fyrir áhugasama er bent á að hafa samband við Jóhannes á netfangið: johannes.geir.numason@mk.is eða í síma: 821-1830
Myndir: worldbutcherschallenge.com

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“