Keppni
Landslið bakara í undirbúningi
Mikill áhugi er nú á að stofna landslið bakara hér á landi til að eiga kost á að taka þátt í erlendum bakarakeppnum. Davíð Þór Vilhjálmsson, stjórnarmaður í LABAK, Ásgeir Þór Tómasson og Henry Þór Reynisson fóru nýlega til Osló og kynntu sér Norðurlandakeppni í brauð- og kökugerð. Í tengslum við það var stofnaður landsliðshópur bakara á Facebook, að því er fram kemur á vef Landssambands bakarameistara.
Bakarar eru hvattir til að skrá sig í hópinn og kynna sér það sem þar fer fram. Áhugasamir bakarar eru farnir að hittast í Hótel- og matvælaskólanum á mánudagskvöldum til æfinga undir stjórn Ásgeirs Þórs Tómassonar. Öllum áhugasömum bökurum og kökugerðarmönnum er velkomið að taka þátt í því.
Á heimasíðunni labak.is kemur fram að ef allt gengur vel og nægur áhugi er fyrir hendi er stefnt að því að senda lið í næstu Norðurlandakeppni.
Landsliðshópur bakara á Facebook
Mynd: labak.is
-
Bocuse d´Or15 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni21 klukkustund síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin






