Keppni
Landslið bakara í undirbúningi
Mikill áhugi er nú á að stofna landslið bakara hér á landi til að eiga kost á að taka þátt í erlendum bakarakeppnum. Davíð Þór Vilhjálmsson, stjórnarmaður í LABAK, Ásgeir Þór Tómasson og Henry Þór Reynisson fóru nýlega til Osló og kynntu sér Norðurlandakeppni í brauð- og kökugerð. Í tengslum við það var stofnaður landsliðshópur bakara á Facebook, að því er fram kemur á vef Landssambands bakarameistara.
Bakarar eru hvattir til að skrá sig í hópinn og kynna sér það sem þar fer fram. Áhugasamir bakarar eru farnir að hittast í Hótel- og matvælaskólanum á mánudagskvöldum til æfinga undir stjórn Ásgeirs Þórs Tómassonar. Öllum áhugasömum bökurum og kökugerðarmönnum er velkomið að taka þátt í því.
Á heimasíðunni labak.is kemur fram að ef allt gengur vel og nægur áhugi er fyrir hendi er stefnt að því að senda lið í næstu Norðurlandakeppni.
Landsliðshópur bakara á Facebook
Mynd: labak.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






