Keppni
Landslið bakara í undirbúningi
Mikill áhugi er nú á að stofna landslið bakara hér á landi til að eiga kost á að taka þátt í erlendum bakarakeppnum. Davíð Þór Vilhjálmsson, stjórnarmaður í LABAK, Ásgeir Þór Tómasson og Henry Þór Reynisson fóru nýlega til Osló og kynntu sér Norðurlandakeppni í brauð- og kökugerð. Í tengslum við það var stofnaður landsliðshópur bakara á Facebook, að því er fram kemur á vef Landssambands bakarameistara.
Bakarar eru hvattir til að skrá sig í hópinn og kynna sér það sem þar fer fram. Áhugasamir bakarar eru farnir að hittast í Hótel- og matvælaskólanum á mánudagskvöldum til æfinga undir stjórn Ásgeirs Þórs Tómassonar. Öllum áhugasömum bökurum og kökugerðarmönnum er velkomið að taka þátt í því.
Á heimasíðunni labak.is kemur fram að ef allt gengur vel og nægur áhugi er fyrir hendi er stefnt að því að senda lið í næstu Norðurlandakeppni.
Landsliðshópur bakara á Facebook
Mynd: labak.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli3 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi