Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Lærðu listina að para saman bjór og mat með Sveini Waage

Birting:

þann

Lærðu listina að para saman bjór og mat með Sveini Waage - Sveinn Waage - Sæta Svínið

Á Sæta svíninu fer fram skemmtilegt námskeið í bjór- og matarpörun undir stjórn Sveins Waage.

Sæta svínið gastropub býður upp á hrikalega skemmtileg námskeið í bjór- og matarpörun sem eru tilvalin fyrir alla; einstaklinga, pör og vina- eða starfsmannahópa.

Smakkaðir eru 11 tegundir af sérvöldum bjór með 11 mismunandi smáréttum og farið yfir galdurinn að para saman bjór og mat.

Um námskeiðin sér sælkerinn og bjórgúrúinn Sveinn Waage. Sveinn hefur kennt við Bjórskólann frá stofnun hans 2009 og er einlægur áhugamaður um pörun á mat og bjór enda eru að hans sögn, „möguleikarnir óendanlegir, útkoman oft óvænt og frábær.“

Hann mun leiða námskeiðið með sína alkunnu glettni og gleði í forgrunni.

Þetta verður ekki bara ljúffengt og spennandi, heldur líka skemmtilegt.

Meðal rétta sem eru smakkaðir:

Risarækjur í hvítlauks-White Ale bjórsósu

Flatkökur meistarans, léttgrafin bleikja með rjómaosti

Nautacarpaccio með döðlum, rucola-mayo og parmesan

Lamba rumpsteik með parmaskinku & jurta „crumble”, pikkluðu fenneli og kartöflumús

Baby Back svínarif með bjór-BBQsósu

Rib eye steik með bearnaise-froðu

Námskeiðin eru haldin á fimmtudögum klukkan 16.00 og standa í c.a. tvo og hálfan tíma.

Verð 12.900 kr. á mann. Aldurstakmark er 20 ár.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 555-2900.

Miðasala er hér.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið