Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lærdómsferð til Ítalíu – Steinunn: „Narfeyrarstofa lokar ef enginn sýnir áhuga á að reka veitingastaðinn“
Það er öllum þeim sem koma að rekstri veitingastaða hollt og gott að ferðast og fá yfir sig anda heimsins í matreiðslu, það er auðvelt að festast í viðjum vanans og brenna inni með sömu áherslur of lengi.
„Við höfum átt Narfeyrarstofu í 23 ár og staðið af okkur þær ótrúlegu sveiflur sem hafa orðið í bæði innanlands og á heimsvísu.
Þar sem bæði hné og mjaðmir eru ekki að yngjast þá höfum við ákveðið að láta á það reyna að selja Narfeyrarstofu og huga að nýjum verkefnum fyrir okkur sjálf.“
Sagði Steinunn Helgadóttir eigandi Narfeyrarstofu í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um framtíð Narfeyrarstofu, en staðurinn var settur á sölu árið 2021.
Í haust lokar Narfeyrarstofa
Steinunn segir að komi hins vegar ekki til þess að einhver sýni áhuga á að reka Narfeyrarstofu áfram í blómlegu og vaxandi umhverfi ferðaþjónustu í Stykkishólmi, þá hafa þau hjónin ákveðið að taka næsta sumar, sem verður þá síðasta sumar Narfeyrarstofu og í haust munu þau loka staðnum og húsið mun þá fá ný verkefni.
Áhugasamir hafið samband við Narfeyrarstofu í síma 5331119 eða á netfangið [email protected]
Ferðasaga Narfeyrarstofu
Við fengum Steinunni til að segja frá ferðalaginu sem þau hjónin Steinunn og Sæþór H. Þorbergsson matreiðslumeistari fóru nú á dögunum ásamt starfsfólki veitingastaðarins. Allar myndir eru frá ferðalagi þeirra.
Við byrjuðum ferðina okkar með því að fara með staffið okkar til Warsaw við vorum alls 17 manns og áttum við dásamlegan tíma þar með starfsfólkinu okkar.
Næst lá leið kokkana til hinnar mögnuðu Rómar borga, til að fá yfir sig andann fyrir nýjan matseðil.
Hvernig finnur maður svo góða staði til að borða á án þess að lenda á einhverjum túristagildrum! Við vorum búin að skoða markaðinn á netinu og lesa umsagnir sem ekki er alltaf að marka.
Það skal tekið fram að við vorum ekki að leita eftir stöðum með Michelin stjörnum við vildum fá að upplifa staði þar sem við myndum fá að sjá mat og þjónustu þar sem hjartað er til staðar án þess að vera að rembast of mikið við stjörnugjöf sem getur oft ruglað góða matargerð
Fyrsta daginn vorum við sérstaklega heppin þá varð fyrir valinu lítill staður sem heitir ADESSO
Ca 20 sæti, ekki risastór matseðill sem er gott.
Þarna var skemmtilegt tvist á klassískri ítalskri matargerð mikið úrval af góðum vínum
Frábær framsetning og geggjuð þjónusta. Við enduðum kvöldið á að spyrja þjóninn að því ef hann færi út að borða næstu tvö kvöld hvert hann færi og miðað við þeirra standard þá klikkaði þessi aðferð ekki.
Hádegið daginn eftir var fyrir valinu DAFRANCESCO, frábær klassísk matreiðsla ekki stór en algjörlega frábært val.
Og aftur spurðum við sömu spurninga hvert myndu þeir fara til að gera vel við sig.
Þá varð fyrir valinu PIERLUIGI, staður sem er þekktur fyrir að vera með ferskan fisk og gestir geta valið fiskinn sem þeir vilja úr kæliborði og valið um matreiðslu aðferðir.
Þetta er staður sem heldur fast í klassískar hefðir, flatfiskur er verkaður fyrir framan kúnnann eftir eldun, alltaf gaman að upplifa svona staði þar sem þjónar þurfa að taka svona virkan þátt í framsetningu á matnum, ekki ódýr en virkilega gaman að borða þarna.
Næst var IL SORPASSO, þessi staður er allveg einstakur, vínlagerinn er í kössum sem standa í stæðum með veggjum engir stælar í innréttingum, skinkur af öllum gerðum og aldri og frábærir ostar og geggjað pasta, við vorum sammála um að þessi staður stendur allveg upp úr, hvað varðar bragð og eldun.
TAVERNA TRILUSSA. Ekta ítali frábær staður hefur starfað í tæp 100 ár, skankar skinkur kinnar. Allt það besta sem ítölsk matarhefð býður uppá.
Það var einn staður sem við fórum á eftir að hafa skoðað tripadvisor, hann er á Hilton hótelinu fallegur staður sem stóð engan veginn undir væntingum bragðlaus matur með engan karakter.
Það er svo skemmtilegt að upplifa góða matargerð á Ítalíu, einfaldleikinn getur verið svo heiðarlegur og góður ef það er farið vel með hann, engir stælar með óþarfa garnish og skrauti sem gerir ekkert fyrir matinn þegar allt kemur saman í endanlegri niðurstöðu á disknum.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum