Vertu memm

Starfsmannavelta

Lækjarbrekka kaupir Humarhúsið

Birting:

þann

Humarhúsið

Eigendur Lækjarbrekku hafa keypt rekstur Humarhússins við Amtmannsstíg 1 í Reykjavík, skrifað var undir kaupsamning í gær.

Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson á Forréttabarnum, en þeir stofnuðu Forréttabarinn við Tryggvagötu og seldu reksturinn í byrjun árs.

Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson á Forréttabarnum, en þeir stofnuðu Forréttabarinn við Tryggvagötu og seldu reksturinn í byrjun árs.

Humarhúsið verður áfram rekið í sömu mynd, allt starfsfólk heldur sinni vinnu, en sami leigusali er á Lækjarbrekku og Humarhúsinu.

Nýir eigendur taka við Humarhúsinu mánudaginn 1. september næstkomandi. Þeir félagar Guðmundur Þór Gunnarsson og Ottó Magnússon hafa verið eigendur  Humarhússins og starfað þar til fjölda ára, Guðmundur í 22 ár og Ottó í 16 ár.

Ætli við slöppum ekki aðeins af, annars er fullt af spennandi hlutum í gangi

, sagði Ottó í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað tæki við. Þeir félagar eiga veitingastaðinn Reykjavík Fish sem þeir munu reka áfram.

Kaupverðið á rekstri Humarhússins er ekki gefið upp.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið