Starfsmannavelta
Lækjarbrekka kaupir Humarhúsið
Eigendur Lækjarbrekku hafa keypt rekstur Humarhússins við Amtmannsstíg 1 í Reykjavík, skrifað var undir kaupsamning í gær.

Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson á Forréttabarnum, en þeir stofnuðu Forréttabarinn við Tryggvagötu og seldu reksturinn í byrjun árs.
Humarhúsið verður áfram rekið í sömu mynd, allt starfsfólk heldur sinni vinnu, en sami leigusali er á Lækjarbrekku og Humarhúsinu.
Nýir eigendur taka við Humarhúsinu mánudaginn 1. september næstkomandi. Þeir félagar Guðmundur Þór Gunnarsson og Ottó Magnússon hafa verið eigendur Humarhússins og starfað þar til fjölda ára, Guðmundur í 22 ár og Ottó í 16 ár.
Ætli við slöppum ekki aðeins af, annars er fullt af spennandi hlutum í gangi
, sagði Ottó í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað tæki við. Þeir félagar eiga veitingastaðinn Reykjavík Fish sem þeir munu reka áfram.
Kaupverðið á rekstri Humarhússins er ekki gefið upp.
Myndir: aðsendar
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






