Starfsmannavelta
Lækjarbrekka kaupir Humarhúsið
Eigendur Lækjarbrekku hafa keypt rekstur Humarhússins við Amtmannsstíg 1 í Reykjavík, skrifað var undir kaupsamning í gær.
Humarhúsið verður áfram rekið í sömu mynd, allt starfsfólk heldur sinni vinnu, en sami leigusali er á Lækjarbrekku og Humarhúsinu.
Nýir eigendur taka við Humarhúsinu mánudaginn 1. september næstkomandi. Þeir félagar Guðmundur Þór Gunnarsson og Ottó Magnússon hafa verið eigendur Humarhússins og starfað þar til fjölda ára, Guðmundur í 22 ár og Ottó í 16 ár.
Ætli við slöppum ekki aðeins af, annars er fullt af spennandi hlutum í gangi
, sagði Ottó í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað tæki við. Þeir félagar eiga veitingastaðinn Reykjavík Fish sem þeir munu reka áfram.
Kaupverðið á rekstri Humarhússins er ekki gefið upp.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?