Starfsmannavelta
Lækjarbrekka kaupir Humarhúsið
Eigendur Lækjarbrekku hafa keypt rekstur Humarhússins við Amtmannsstíg 1 í Reykjavík, skrifað var undir kaupsamning í gær.

Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson á Forréttabarnum, en þeir stofnuðu Forréttabarinn við Tryggvagötu og seldu reksturinn í byrjun árs.
Humarhúsið verður áfram rekið í sömu mynd, allt starfsfólk heldur sinni vinnu, en sami leigusali er á Lækjarbrekku og Humarhúsinu.
Nýir eigendur taka við Humarhúsinu mánudaginn 1. september næstkomandi. Þeir félagar Guðmundur Þór Gunnarsson og Ottó Magnússon hafa verið eigendur Humarhússins og starfað þar til fjölda ára, Guðmundur í 22 ár og Ottó í 16 ár.
Ætli við slöppum ekki aðeins af, annars er fullt af spennandi hlutum í gangi
, sagði Ottó í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað tæki við. Þeir félagar eiga veitingastaðinn Reykjavík Fish sem þeir munu reka áfram.
Kaupverðið á rekstri Humarhússins er ekki gefið upp.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Frétt5 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala