Viðtöl, örfréttir & frumraun
La Primavera í Hörpu
„Ég segi það alltaf að La Primavera sé 25 ára þótt á ýmsu hafi gengið frá því að við opnuðum í Austurstrætinu árið 1996,“
segir Leifur Kolbeinsson veitingamaður í samtali við Morgunblaðið.
La Primavera verður staðsett á fjórðu hæð Hörpu.
Nú standa yfir viðamiklar breytingar á hinu magnaða rými sem hýst hefur veitingastaðinn Kolabrautina frá árinu 2011, þ.e. frá því að nýja tónlistar- og ráðstefnuhöllin opnaði dyr sínar fyrir gestum í fyrsta sinn.
Leifur hefur ásamt sínu fólki tekið ákvörðun um að nú verði settur punktur aftan við sögu Kolabrautarinnar og að þess í stað færi La Primavera út kvíarnar en þann stað endurvakti hann eftir nokkurra ára hlé í Marshallhúsinu á Granda.
„Þar byrjuðum við með veitingastað sem var kenndur við húsið sjálft. Svo ákváðum við að standa fyrir þriggja mánaða pop-up veitingastað SOE sem Viktoría Elíasdóttir rekur í Berlín (staðurinn er kenndur við listastúdíó bróður hennar, Ólafs Elíassonar).
Það gekk svo ljómandi vel að ég ákvað að efna til þriggja mánaða pop-up-viðburðar með La Primavera og þannig hefur það haldið áfram frá 2018,“
segir Leifur og brosir í kampinn.
„Spennandi tímar framundan. La Primavera verður nú á tveimur stöðum, í Marshall húsinu og Hörpu.“
Skrifar La Primavera á facebook.
Viðtalið við Leif má lesa í Morgunblaðinu í dag.
Myndir: úr safni

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt2 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards