Vertu memm

Freisting

Kynning á indverskri matreiðslu

Birting:

þann

Fréttaritari kíkti í dag á kynningu á indverskri matreiðslu í Hótel og Matvælaskólanum, þar sem Sharwoods vörumerkið var í hávegum haft undir leiðsögn hins virta indverska matreiðslumanns Munish Manocha.

 
Munish Manocha

Frábær kynning sem var um tvær klukkustundir og fór Munish í gegnum hefðina á Indverski matseld, leiddi okkur í gegnum margvíslegan fróðleik,….

til að mynda fór hann í hvernig á að útbúa eigin kryddblöndu, marineringu úr Sharwoods vörunum og Munish Manocha endaði á kynningunni með því að elda gómsætan mat úr, lambi, kjúkling, fisk, svo eitthvað sé nefnt.

Heimsókn Munish er mikill hvalreki fyrir íslenska matreiðslumenn. Hér er um mjög virtan fagmann að ræða eins og sjá má á kynningu með því að smella hér (Word skjal). Í dag starfar Munish fyrir breska fyrirtækið RHM culinary www.rhm.co.uk  sem er framleiðandi Sharwoods vörumerkisins, www.sharwoods.co.uk í Bretlandi, sem segja má að séu höfuðstöðvar indverskrar matreiðslu, er Sharwoods merkið lang þekktasta vörumerkið þegar kemur að indverskri og austurlenskri matreiðslu.

Það var Ekran sem stóð fyrir kynningunni og vill fréttamaður þakka fyrir frábæra kynningu á Indverskri matreiðslu.

 

 

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið