Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kvenkynsbruggararnir frá Mikkeller á Bjórhátíðina á KEX Hostel, sem hefst á morgun
KEX Hostel heldur hina árlegu íslensku bjórhátíð í fjórða sinn dagana 24.-27. febrúar. Hátíðin er haldin í tilefni af 27 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. KEX Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram.
Sjá einnig: Íslenska bjórhátíðin á KEX Hostel í fimmta sinn – Snapchat veitingageirans verður á staðnum
Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum og munu bruggarar frá Borg, Ölgerðinni, Einstök, Vífilfelli, Bryggjan Brugghús, Segul 67, Ölvisholti og Kalda kynna starfsemi sína á KEX Hostel. Erlendu bruggarnir koma frá örbrugghúsum í Danmörku (To Øl, Mikkeller og Alefarm) og Bandaríkjunum (The Commons Brewery, Pfriem Family Brewers og Surly Brewing Company) og sérhæfa sig í framleiðslu á hágæða handverksbjór (e. craft beer) af ýmsum toga.
Í fréttatilkynningu kemur fram að á hátíðinni í ár bætast við þrjár nýjar staðsetningar og eru það annars vegar Mikkeller & Friends Reykjavík og veitingastaðurin við Hverfisgötu 12 og hinsvegar Fiskislóð 73. Á Mikkeller & Friends Reykjavík og Hverfisgötu 12 hefst dagskráin Bjórvikunni mánudaginn 22. febrúar þar sem bjórar frá Warpigs í Danmörku, Upright í Oregon og Omnipollo í Svíþjóð yfirtaka húsið. Sænska veitingahúsið Omnipollo‘s Hatt mun taka yfir eldhúsið á Hverfisgötu 12 á 24. og 25. febrúar og það er veitingahús í sænsku handverksbruggarana frá Omnipollo.
Bjór og bjórhátíðir hefur mörgum þótt nokkuð karllæg fyrirbæri og má benda á að í ár koma kvenkynsbruggarar frá danska brugghúsinu Mikkeller og verða einnig margir aðilar í Félagi Bjóráhugakvenna á hátíðinni í ár. Gaman að því.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/islenska-bjorhatidin/feed/“ number=“5″ ]
Mynd: www.kexland.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný