Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kurdo Kebab opnar á Selfossi
Rahim Rostami, eigandi Kurdo Kebab og Kurdo Pizza á Akureyri, hefur opnað nýjan stað undir nafninu Kurdo Kebab á Selfossi.
Í nóvember í fyrra var einnig opnaður nýr Kurdo Kebab veitingastaður, en hann er staðsettur í húsinu Neista í miðbæ Ísafjarðar.
Kurdo Kebab á Selfossi er staðsettur á Eyraveginum.
„Það er ýmislegt. Fyrst og síðast Kebab. Svo eru pizzur, hamborgarar og vefjur. Við hlökkum síðan til að fá sunnlendinga til okkar að smakka hjá okkur veitingarnar,“
segir Rahim í samtali við fréttavefinn dfs.is aðspurður um hvað væri á boðstólnum.
Matseðilinn er hægt að skoða í heild sinni á vefslóðinni www.kurdokebab.com
Fleiri fréttir af Kurdo Kebab hér.
Mynd: facebook / Kurdo Kebab

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús