Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
Í gær, sunnudaginn 14. desember, var haldið glæsilegt jólahlaðborð á veitingastaðnum Why Not Lago á Gran Canaria, þar sem tæplega 200 gestir komu saman til að eiga notalega stund og njóta vandaðra kræsinga í góðum félagsskap. Að sögn trolli.is ríkti einstaklega góð stemning alla kvöldstundina og var augljóst að gestir kunnu vel að meta bæði aðbúnað og framsetningu.
Veisluborðið svignaði undan kræsingum og var það matreiðslumeistarinn Kristján Örn Frederiksen sem sá um eldamennsku og framsetningu á jólahlaðborðinu, ásamt öflugu og samstilltu starfsfólki eldhússins. Kristján Örn lærði matreiðslufræðin á Hótel Sögu og útskrifaðist þaðan sem matreiðslumaður vorið 1981. Reynslan og fagmennskan leyndu sér ekki, enda var maturinn bæði fallega fram borinn og afar bragðgóður.
- Kristján Örn Frederiksen fékk þakkir eftir borðhald með hressilegu lófaklappi
- Starfsfólk Why Not Lago klappað upp
Guðbjörg Bjarnadóttir, sem rekur Why Not Lago, stóð að skipulagningu viðburðarins af miklum myndarbrag. Hún sá jafnframt um söng á ballinu sem tók við eftir borðhald og setti skemmtilegan svip á kvöldið. Um tónlistina sá Pétur Hreinsson, sem margir þekkja fyrir störf sín með hljómsveitinni Hafrót, og hélt hann uppi góðri stemningu fram á kvöld.
Á jólahlaðborðinu var boðið upp á fjölbreyttan og glæsilegan matseðil sem var eftirfarandi:
Forréttir
Marineruð síld með lauk og kúmeni
Mild chilli mayo síld, jólasíld
Karrí síld
Graflax með sinnepsdillsósu
Reyktur lax og hrærð egg
Sveitapaté, innbakað
Aðalréttir
Lax með mangógljáa
Hangikjöt
Pottéttur
Reykt grísakjöt, hamborgarhryggur
Purusteik
Eftirréttir
Ris a la mande
Trippel súkkulaði
Jólahlaðborðið á Why Not Lago var í alla staði vel heppnaður viðburður þar sem matur, tónlist og stemning mynduðu fallega heild. Fleiri myndir frá veislunni má skoða á trolli.is.
Meðfylgjandi myndir eru birtar hér með góðfúslegu leyfi trolli.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir4 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDonald Trump hótar 200 prósenta tollum á frönsk vín og kampavín eftir að Frakkar draga lappirnar
-
Frétt4 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Frétt3 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna












