Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kristinn Gísli með PopUp á Sauðá
Dagana 14. – 15. júlí heimsækir Kristinn Gísli Jónsson veitingastaðinn Sauðá í Sauðárhlíð á Sauðárkróki og mun bjóða upp á glæsilegan sex rétta matseðil þar sem skagfirskt hráefni er í hávegum höfð.
Kristinn starfar við matreiðslu í Noregi, nú síðast á Michelin veitingastaðnum Speilsalen í Þrándheimi. Hann hefur náð langt í hinum ýmsu keppnum. Kristinn hreppti silfur í Norrænu nemakeppninni árið 2017 sem haldin var í Helsinki í Finnlandi í Hótel og matvælaskólanum þar í landi. Kristinn Gísli lenti í 10. sæti af 23 keppendum í EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018.
Hinrik Lárusson og Kristinn Gísli Jónsson sigruðu í alþjóðlegri matreiðslukeppni í Grikklandi árið 2019 og Kristinn var meðlimur íslenska Kokkalandsliðsins þegar liðið hreppti 3. sæti á Ólympíuleikunum landsliða í matreiðslu sem haldið var í Stuttgart í Þýskalandi árið 2020.
Kristinn náði 2. sætið í Kokkur ársins nú í ár.
Í maí sl. tóku nýir eigendur við Sauðá, þau feðginin Jón Daníel Jónsson matreiðslumeistari og Sandra Björk Jónsdóttir og Alda Kristinsdóttir. Svona til gamans getið þá er Jón Daníel faðir Kristins Gísla.
Matseðillinn sem að Kristinn býður upp á veitingastaðnum Sauðá:
Skagfirskar rækjur, rabbabari og rós
Reyktur silungur, soðbrauð, piparrót og sítróna
Tómatar frá Laugarmýri, Feykir, graslaukur og pipar
Þorskur, hvítvín, gúrka og dill
Lamba hryggvöðvi, kartöflur, bláber og smjör
Þeyttur rjómi, mysa, marengs og ber
Hægt er að panta borð í síma 833-7447.
Mynd: kokkalandslidid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin