Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kristín Birgitta nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm
Kristín Birgitta Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði sem rekið er af bandaríska fyrirtækinu Eleven Experience.
Kristín Birgitta hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelandair og Icelandair Hotels. Þá var hún sölu- og markaðsstjóri á lúxushótelinu Tower Suites Reykjavík en þar var hún einn af lykilstarfsmönnum við opnun og mótun hótelsins. Kristín Birgitta hefur lokið MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu.
Deplar Farm opnaði formlega árið 2016. Síðan þá hefur hótelið notið mikilla vinsælda allan ársins hring og er iðulega vel bókað. Dagskrá viðskiptavina Depla Farm er sérsniðin að þörfum þeirra og þar má finna þjónustu og gæði sem áður voru óþekkt á Íslandi.
Höfuðstöðvar Eleven Experience eru í Colorado í Bandaríkjunum en fyrirtækið rekur jafnframt lúxushótel, íbúðir og skíðaskála á framandi áfangastöðum víða um heim. Á öllum stöðum á þjónustan sameiginlegt að vera sérsniðin að þörfum viðskiptavina Eleven Experience með tilheyrandi útbúnaði, þægindum og möguleikum til afþreyingar og ævintýra. Eleven Experience leggur áherslu á sérsniðna upplifun gesta sinna, náttúruvernd og góða nýtingu á náttúruauðlindum.
Yfirmatreiðslumaður Deplar Farm er Garðar Kári Garðarsson, en hann starfaði áður sem yfirmatreiðslumaður Striksins á Akureyri.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati