Vertu memm

Uppskriftir

Kremað kartöflusalat

Birting:

þann

Kartöflusalat

Innihald:

680 gr. kartöflur (um 6 meðal stórar kartöflur), flysjaðar

1 1/2 bolli af mayonnaise

1 msk hvítvínsedik

1 msk. gult sætt sinnep

1 tsk salt

1/4 tsk. pipar

1 bolli af söxuðu sellerí

1/2 bolli saxaður laukur

4 stk harðsoðin egg (söxuð)

Paprikuduft (má sleppa)

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar þar til að þær eru tilbúnar (ca. 25 til 30 mín). Skerið kartöflurnar í teninga.

Blandið saman við mayonnaise, edik, sinnepi, salt og pipar í skál.

Setjið kartöflurnar, sellerí og laukinn saman við í skálina og hrærið og að lokum setjið eggin í og hrærið. Stráið paprikudufti yfir salatið. Geymið í ísskáp í ca. 4 klst.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið