Keppni
Kokteill frá Sjávarpakkhúsinu sigraði í SCW
Kokteilakeppnin Stykkishólmur Cocktail Weekend (SCW) var haldin dagana 14. apríl til 17. apríl. Vel heppnuð kokteilahátíð og tóku fjölmargir veitingastaðir í Stykkishólmi þátt sem gerði þessa hátíð alveg glæsilega.
Þátttakendur í ár voru:
Allir staðirnir buðu upp á sinn keppnisdrykk yfir helgina á góðu verði, dómnefndin fór síðan milli staða og tilkynnti sigurvegarann á laugardagskvöldinu s.l.
Allir staðir sem tóku þátt voru með kort hjá sér ásamt límmiðum sem hver gestur fékk við kaup á kokteil á þeim stað. Safna þurfti 6 límmiðum (frá öllum 6 stöðunum) til að skrá sig til leiks í happdrætti sem fram fór samhliða keppninnar og dregið var úr vinningar úr happdrættinu á úrslitakvöldi kokteilkeppninnar sem haldin var laugardagskvöldið 16. apríl s.l.
Kokteill frá Sjávarpakkhúsinu sigraði í SCW
Það var kokteillinn Ylliblóma sour frá Sjávarpakkhúsinu sem þótti bestur og sigraði þar með í kokteilakeppninni Stykkishólmur Cocktail Weekend.
Keppnin var fyrst haldin 2016 og sigurverðlaun fyrir besta drykkinn þá, hlaut Hótel Egilsen með Hjartadrottninguna.
Þéttskipuð dagskrá var í boði alla dagana í ár, sem sjá má hér að neðan:
Fimmtudagur 14. apríl
14:00 Norska húsið – Sýningaropnun Sara Gillies
16:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
21:00 Pubquiz á Narfeyrarstofu *Nauðsynlegt að panta borð fyrirfram í síma 841-2000
Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 18:00
Skipper opið frá 18:00-22:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-23:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 16:00-01:00
Hótel Egilsen
Föstudagur 15. apríl
14:00-16:00 Samkomuhúsið opið, leikir & skál!
14:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
17:00-18:00 Norska húsið – Kokteilboð og tónleikar í Stáss stofunni
18:00–22:00 Sjávarpakkhúsið – Sex rétta smakkseðill með kokteila pörun
22:00–00:00 Sjávarpakkhúsið – Skál!
Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 12:00
Skipper opið frá 12:00-01:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-00:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 14:00-01:00
Hótel Egilsen
Laugardagur 16. apríl
14:00-16:00 Samkomuhúsið opið, leikir & skál!
14:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
18:00-22:00 Sjávarpakkhúsið – Sex rétta smakkseðill með kokteila pörun
22:00 Verðlaunaafhending í Samkomuhúsinu
23:00-03:00 Trúbador á Skipper
Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 12:00
Skipper opið frá 12:00-03:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-23:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 14:00-01:00
Hótel Egilsen
Sunnudagur 17. apríl
14:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
21:00 Fosshótel – Partý bingó
Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 18:00
Skipper opið frá 12:00-22:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-23:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 14:00-01:00
Hótel Egilsen
Sjá fleiri fréttir um keppnina hér.
Til gamans, þá kíkti veitingageirinn.is á Sjávarpakkhúsið fyrir átta árum síðan og birti sína upplifun hér.
Myndir: facebook / Sjávarpakkhúsið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins