Keppni
Kokkur ársins 2018 – Undanúrslit í dag
Í dag 19. febrúar verða undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018. Í fyrra var það Hafsteinn Ólafsson á Sumac Grill + Drinks sem sigraði.
Keppnin fer þannig fram: Faglærðir kokkar sendu inn uppskriftir af þremur smáréttum úr ýsu, grísakinn & kjúklingaskinni og rófum.
Dómnefnd hefur valið 8 bestu uppskriftirnar og munu keppendur elda þær á Kolabrautinni í Hörpu mánudag 19. febrúar fyrir dómara og gesti frá kl 10 – 14. Öllum er velkomið að koma og fylgjast með. Tilkynnt hverjir keppa til úrslita kl 14:30.
Fimm efstu keppendur munu svo keppa til úrslita laugardag 24. febrúar í Flóa í Hörpu.
Úrslit fara þannig fram að keppendur hafa 5 tíma til að elda 3 rétti fyrir 12 manns. Kokkur ársins verður krýndur í lok kvölds frammi fyrir fullu húsi veislugesta.
Keppendur í undanúrslitum um titilinn Kokkur ársins 2018:
- Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
- Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
- Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
- Ingólfur Norbert Piffl, Hilton Reykjavík Nordica
- Kristinn Gissurarson, Hörpudiski
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
- Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel Reykjavík
- Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu
Mynd: facebook / Kokkur ársins
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni4 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fiskbúðin á Sigló lokar og opnar aftur í vor með breyttu sniði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum