Keppni
Kokkur ársins 2018 – Undanúrslit í dag
Í dag 19. febrúar verða undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018. Í fyrra var það Hafsteinn Ólafsson á Sumac Grill + Drinks sem sigraði.
Keppnin fer þannig fram: Faglærðir kokkar sendu inn uppskriftir af þremur smáréttum úr ýsu, grísakinn & kjúklingaskinni og rófum.
Dómnefnd hefur valið 8 bestu uppskriftirnar og munu keppendur elda þær á Kolabrautinni í Hörpu mánudag 19. febrúar fyrir dómara og gesti frá kl 10 – 14. Öllum er velkomið að koma og fylgjast með. Tilkynnt hverjir keppa til úrslita kl 14:30.
Fimm efstu keppendur munu svo keppa til úrslita laugardag 24. febrúar í Flóa í Hörpu.
Úrslit fara þannig fram að keppendur hafa 5 tíma til að elda 3 rétti fyrir 12 manns. Kokkur ársins verður krýndur í lok kvölds frammi fyrir fullu húsi veislugesta.
Keppendur í undanúrslitum um titilinn Kokkur ársins 2018:
- Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
- Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
- Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
- Ingólfur Norbert Piffl, Hilton Reykjavík Nordica
- Kristinn Gissurarson, Hörpudiski
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
- Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel Reykjavík
- Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu
Mynd: facebook / Kokkur ársins

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum