Keppni
Kokkalandsliðið – Gull fyrir Chef´s table
Nú rétt í þessu voru stigagjöfin gefin fyrir Chef´s table og fékk íslenska Kokkalandsliðið gull.
Chef´s table fór fram í gær, en það er hluti af Ólympíuleikunum sem haldnir eru í Stuttgart í Þýskalandi dagana 14. til 19. febrúar árið 2020. Alls keppa 32 þjóðir.
Á morgun 17. febrúar verður heita eldhúsið, eða 110 manna keyrslan og hefst maturinn kl. 18:00 á íslenskum tíma, en undirbúningur stendur yfir allan daginn.
Mest er hægt að fá 100 stig og ef lið fær 91 til 100 stig þá fær það gull. Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli.
Heildarstigin verða kynnt síðar í vikunni.
Mynd: Culinary Olympics

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan