Kokkalandsliðið
Kokkalandsliðið fær öflugan stuðning – Danól styrkir Klúbb matreiðslumeistara

María Jóna Samúelsdóttir, framkvæmdastjóri Danól, Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara og Ingi Páll Snæbjörnsson, matreiðslumaður og sölustjóri stóreldhúsasviðs Danól
Danól og Klúbbur matreiðslumeistara hafa undirritað samning sem felur í sér að Danól verður samstarfsaðili Kokkalandsliðsins. Með samstarfinu vill Danól styðja við það frábæra starf sem fremstu fagmenn landsins á þessu sviði vinna og leggja sitt af mörkum til að tryggja áframhaldandi árangur í greininni.
„Danól vill með þessu jafnframt styrkja og styðja fagmannlega matreiðslu og renna enn styrkari stoðum undir íslenska matarmenningu, bæði hér heima og erlendis.
Danól telur einnig mikilvægt að auka enn frekar áhuga ungmenna á matreiðslu og stuðningur við Klúbb matreiðslumeistara getur orðið þeim hvatning til að læra greinina,“
segir María Jóna Samúelsdóttir, framkvæmdastjóri Danól.
„Við erum gríðarlega ánægð með að Danól sé gengið til liðs við okkur og þessi stuðningur mun hjálpa okkur enn frekar við undirbúning að næsta stórmóti Kokkalandsliðsins sem fram fer í nóvember 2026.
Klúbbur matreiðslumeistara tekur þátt í fjölmörgum mótum, m.a. Nordic Chef og Global Chef og hefur frá stofnun 1972 haft mikil áhrif á framþróun í veitingageiranum. Stuðningur fyrirtækja eins og Danól skiptir þar sköpum,“
segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara.
Kokkalandsliðið er nú við æfingar aðra hverja helgi, æfir þar tvo daga í senn og er stefnt hátt. Árangur landsliðsins undanfarin ár er enda skýrt merki um sterka stöðu þess og hversu metnaðurinn er mikill.
Auk beins fjárstuðnings, mun Danól leggja til ýmsar vörur, en stóreldhúsasvið fyrirtækisins býður upp á heildstæðar lausnir í margvíslegum aðföngum og matvælum sem snúa að rekstri veitingahúsa og í matvælageiranum.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?







