Keppni
Kobbi á Horninu dæmdi í keppni um titilinn Matreiðslumaður ársins í Póllandi – Myndir
Í september fór fram keppni um titilinn Matreiðslumaður ársins í Póllandi. Jakob Hörður Magnússon, eigandi Hornsins í Hafnarstræti, var bragðdómari í keppninni.
Með fylgir pistill og myndir frá Jakobi sem birt var í fréttabréfi KM.
Jakob H Magnússon dæmdi í Polish Culinary Cup
Ég var beðinn um að vera bragðdómari í keppninni um matreiðslumann ársins í Póllandi núna 26. til 28. september, Það voru 9 keppendur frá öllu landinu sem höfðu náð svona langt að fá að taka þátt í þessari keppni. Fiskur að eigin vali var í forrétt og vatnakarsi.
Lax og smálúða var á meðal þess sem var notað.
Kjöt að eigin vali í aðalrétt með rauðrófum. Kjúklingur og villibráð voru á mörgum diskum. Dessert með tómötum var eftirrétturinn. Skemmtilegt og krefjandi fyrir kokkana.
Leystu þeir þessi verkefni vel af hendi og var standardinn hár.
Fyrri daginn kepptu 4 kokkar og síðari daginn 5. Var þetta hefðbundið verkefn fyrir dómarana. Dómarareglur voru skýrar og auðskiljanlegar sem er gott og þægilegt og öll aðstaða til dæminga til fyrirmyndar.
Við vorum 3 erlendir dómarar. Marcus Hallgren frá Svíþjóð, Daniel Ayton frá Bretlandi og ég. Hinir voru Pólskir. Eldhúsin fullbúin bestu tækjum og allt glænýtt. Kom það mér eiginlega á óvart hvað allt var flott og vel var hugað að öllu. Má vera að það hafi verið sérlega vel í lagt vegna 20 ára afmælishátíðar keppninnar.
Galakvöldverður var haldinn seinna kvöldið að lokinni keppni með miklum glæsibrag og úrslit kynnt. Öllum kokkum, dómurum og þeim sem stóðu að keppninni og einnig sponsorum var þakkað fyrir með skjali og 20 ára afmælispening.
Flott athöfn, faglega gert og fumlaust. Er þetta í annað sinn sem ég dæmi í Póllandi, fyrra skiptið var árið 2017 og segi ég með sanni að Pólskir kokkar hafa tekið miklum framförum í keppnum. Var þetta að öllu leyti ánægjulegt, allir ákaflega vinalegir, glaðir og þakklátir fyrir okkur erlendu dómarana.
Réttirnir sem unnu keppnina:
Sá sem hreppti efsta sætið heitir Bartosz Fabis frá Restaurant Port Solacz og aðstoðarkokkurinn var Michal Kozlowski. Að keppni lokinni var svokallað feedback fyrir keppendur sem allir nýttu sér. Var farið gaumgæfilega yfir alla réttina og varð ég að segja mína skoðun á þeim við keppendur. Það er mikill heiður og ábyrgð að taka svona að sér.
Er ég alltaf mjög stoltur, ánægður og þakklátur félagi í klúbbi matreiðslumeistara þegar ég fæ svona kokkadómaraverkefni hér heima og erlendis því allt byrjaði þetta í Km.
Takk fyrir það.
Kokkakveðjur Jakob
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður